Tilraunavefurinn
fimmtudagur, september 29
  Hringur í leikskóla
Núna er Hringur að byrja í aðlögun, sem svo er kölluð, í leikskólanum Álfaborg í Reykholti. Þau mæðginin ætla að vera í klukkutíma í dag.
 
  Bæjarstjórinn hættur
Það er athyglisvert að í fyrsta skiptið, síðan í verkfalli kennara í fyrra, sem ég tjái mig hér um einhverja pólitík hérna á vefnum, verða þau tíðindi að hreyfing verður á hlutunum. Gísli bæjarstjóri á Akranesi síðastliðin 18 ár ætlar að skipta um starf. Hann hefur ekki getað hugsað sér að eiga við nýja ritstjórann! Nei, ætli það!
 
þriðjudagur, september 27
  Fyndið
Þess skal getið, vegna færstunnar á undan þessari, að leiðarar Skessuhorns hafa í ritstjórnartíð Gísla Einarssonar alltaf verið hin mesta skemmtilesning.
 
  Fyrir vestan
Það er allt að gerast fyrir vestan. Nú er búið að opna krá í gamla Einarshúsinu í Bolungavík. Þar spilar Jazzband Villa Valla á næstunni. Það er bara ekkert annað! Einar Kristinn er orðinn sjávarútvegsráðherra. Hann er alveg örugglega fyrsti Víkarinn til að sitja í ríkisstjórn.

Ég hef líka gaman að því að Dóri Jóns, sem var blaðamaður á BB, skuli vera farinn að stýra Skessuhorni, héraðsfréttablaði á Vesturlandi. Það blað hefur mér þótt ákaflega lélegt blað (alla vega í samanburði við BB). Ég held að þar hafi Prentverkið náð í góðan mann. Dóri á eftir að hrista upp í Vestlendingum og láta embættismenn sveitarfélaganna svara fyrir allt og ekkert. Mér skilst að hann hafi verið þekktur fyrir að sökkva sér ofan í allar fundagerðir og hringja svo bæjarstjórana á Vestfjörðum og spyrja og spyrja og spyrja út úr hverju atriði. Ég óska Vestlendingum til hamingju með nýja ritstjórann um leið og ég spái bombum þegar Dóri verður kominn inn í bæjarmálin. Ætli fyrsta bomba verði ekki sú að það mun koma á daginn að það vantar 100 millur til að ganga frá byggingu fótboltahallarinnar á Akranesi?
 
fimmtudagur, september 22
  Ómissandi
Gréta var veik í gær. Ég tók Hring með mér í vinnuna fyrir hádegið. Svo sótti ég Perlu Maríu á leikskólann eftir hádegið, fór mðe Hring heim í vagninn að sofa og fór svo aftur í vinnu, nú með Perlu Maríu með mér. VIð fórum svo saman á fótboltaæfingar þar sem ég er að þjálfa tvo hópa á miðvikudögum. Daginn enduðum við svo í fiðlutíma með Hákoni. Hún var ósköp lúin eftir daginn greyið og sofnaði fljótt og vel. Þetta var svolítið heavy dagur fyrir okkur.
 
  Kennaraþing
Í dag og á morgun munu sunnlenskir grunnskólakennarar þinga að Flúðum í Hrunamannahreppi. Þetta eru víst miklar stuðsamkomur. Ég fyrra var ekkert þing, bara aðalfundur Kennarafélagsins á svæðinu. Það var nefnilega nýskollið á verkfall. Þannig að ég hef ekki upplifað þessa þingstemmningu enn. Ég hef náttúrulega farið á kennaraþing áður. Bæði á Vestfjörðum og á Vesturlandi. Mér finnst þetta reglulega skemmtilegt. Það er gott að kannast við andlitin á fólkinu sem er að vinna sömu störf og maður sjálfur í nærliggjandi sveitum. Maður kynnist alltaf einhverjum kollegum og rifjar upp gömul kynni við gamla skólafélaga úr Kennó. Yfirleitt er sungið svolítið og hlegið. Ég hlakka barasta til þingsins.

Á þetta þing á ég von á tveimur fyrrverandi vinnufélögum úr Grundaskóla. Elís Þór og Flosi verða báðir með kynningu á námsleiðum sem þeir eru að fara, annars vegar í hönnun og smíði og hins vegar í tónmennt. Það verður gaman að hitta þá.
 
þriðjudagur, september 20
  Jólahlaðborðin
já já já.
Klettstríóið sem spilaði á Kaffi Kletti á þjóðhátíðardaginn hefur vart við að taka á móti tilboðum. En þeim hefur flestum verið hafnað. Nú gerðist það svo að boði um að spila á einu af rómuðustu jólahlaðborðum sunnanlands hefur verið tekið. Já kæru vinir, Klettstríóið (sem ekki hefur neitt nafn svo sem) verður á Hótel Geysi í Haukadal 17. desember. Fyrst dinner og svo eitthvert samspil og söngl eftir matinn. Verði ykkur að góðu!

Ég spilaði þarna í sumar. Þá voru matargestirnir forstjórar American Express greiðslukortafyrirtækis í ýmsum löndum Evrópu. Sjálfur aðalkallinn frá USA var þarna líka og veitti vel sýndist mér. Svo vel að liðið hafði ekki fyrir því að klára úr koníaksglösunum áður en það fór upp í rútu. Það var nóg eftir á borðunum handa heilli hljómsveit - nei, ég segi nú bara svona.

En annars hef ég trú á að Mandólínsveit Suðurlands gæti gert það gott á jólahlaðborðunum. Það yrði eflaust nóg að gera!
 
  Afmælisgjöf

Afmælisgjöf
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Svona er gengið frá pöntunum þegar þær eru afhentar. Fólk kemur bara við hjá Grétu á leið í veisluna og allt er klárt. Skrautið er bara úr trjánum í hverfinu.
 
mánudagur, september 19
  Réttarballið
Þetta var þvílíkt stuðball. Troðfullt hús og dansgólfið iðaði af lífi og fjöri alla nóttina. Ég skora á lesendur að mæta á ball næst þegar hljómsveitin Blek & byttur verður auglýst svona á opnum dansleik.
 
fimmtudagur, september 15
  Hó hó
Lítið hefur verið skrifað hér síðustu daga. En þetta er helst í fréttum.

Perla María er lasin.
Fólk í Tungunum ætlar að safnast saman í réttunum á laugardaginn. Þar verða engar kindur því riða hefur gert það að verkum að það er fjárlaust á svæðinu. Fólk ætlar samt að hittast og enda daginn á balli í Aratungu. Þar leikur hljómsveitin Blek og byttur fyrir dansi. Ég verð á rafmagnsgítarnum og mandólíni og svo syng ég eitt og eitt lag. Ég lofa þrumustuði, ef eitthvert ykkar skyldi vera að spá í að skella sér á réttardansleik.
 
fimmtudagur, september 8
  Horft á fótbolta
Ég sá fótbolta í gærkvöldi. Búlgaría - Ísland (reyndar fyrst seinni hálfleikinn og svo upphaf þess fyrri seint í gærkvöld). Svo sá ég megnið af leik Norður-Íra og Englendinga.

Grétar Rafn fær kredit fyrir að leggja allt í leikinn. Hann var góður. Heiðar var heppinn að fá ekki að sjá rauða spjaldið. Annars var gaman að heyra í þulunum á Sýn. Þeir voru skemmtilega hlutdrægir. En ég var samt sammála þeim um það að Íslendingar hefðu mátt fá víti og að dómararnir þurftu ekkert að dæma á Eið Smára þegar hann snéri af sér Búlagarann og sendi á Heiðar sem skoraði í autt markið. Í hinum leiknum fannst mér gott hjá Beckham, fyrirliða enska liðsins, að láta Rooney heyra það þegar guttinn fór að láta eins og asni á vellinum. Mér finnst lélegt af þjálfara enska liðsins að láta Rooney halda áfram að spila eftir að hann hafði gert samherjum sínum, mótherjum, íþróttinni og ensku þjóðinni þá skömm að haga sér eins og hann gerði í gær. Hverjum er verið að gera greiða? Strákurinn gat ekkert í seinni hálfleik. Það átti bara að taka hann af velli á 42. mínútu og velja hann svo ekki í liðið alveg á næstunni. Séra Friðrik hefði ekki verið hrifinn af þessu!
 
mánudagur, september 5
  Kópavogur hopp, stopp & Mandólínsveit Suðurlands
Nú var ég að koma heim úr fyrsta tímanum í námskeiði forledra þeirra nemenda í Tónlistarskóla Árnesinga sem eru að læra á fiðlu eftir móðurmálsaðferð Zuzuki. Ég lærði fyrsta lagið, en það heitir Kópavogur hopp, stopp. Það er raunar tilbrigði við hið alkunna lag A,b,c,d. Það lag kunni ég nú reyndar fyrir. En ég er búinn að læra að halda á fiðluboga og á fiðlu. Svo hef ég verið að læra æfingar til að þjálfa takið á boganum. Það er svo heppilegt að fiðlan er stillt á nákvæmlega sama hátt og mandólín og það hef ég spilað á árum saman. Þannig að ég kannast við mig á fiðlubrettinu þótt tökin séu mikið frábrugðin mandólíntökunum.

Það er kennari við Tónlistarskólann sem spilar á allan fjandann. Hann heitir Hjörtur og kennir á klarinett, flautur og gítar. Ég kynntist honum lítillega sl. vetur þegar við vorum saman í hljómsveit sem var að spila undir hjá Kammerkórnum. Þessi kennari spilar meðal annars á mandólín. Hann sýndi hljóðfærinu mínu mikinn áhuga (enda er það prýðishljóðfæri) Hann kom með þá hugmynd að stofna Mandólínsveit Suðurlands; að hóa saman öllum Sunnlendingum sem vald hafa á mandólíni og spila svo allir saman; bara svona eins og fólk í harmóníkufélagi. Finnst ykkur þetta geggjuð hugmynd? Ég sé þetta alveg fyrir mér: 15 karlar á ýmsum aldri og tvær fullorðnar kerlingar sitja í hálfhring í skólastofu, skipa sér í lið: 1 rödd, 2. rödd og hljómadeildin og svo lesa menn sig í gegnum ítölsk þjóðlög og ungverska polka í einni allsherjar harmóníu. Klukkan hálftíu er svo tepása þar sem menn færa sig feimnislega á tal hver við annan og spyrja hvar þeir hafi komist yfir svona fallegt hljóðfæri, hvað raftengdi pick-up-inn hafi kostað og einn í hópnum segist hafa farið á námskeið fyrir mandólínleikara í Genóa á Ítalíu í fyrrasumar. Þetta er æði.
 
sunnudagur, september 4
  Tómstundir
Eitthvað er þeim farið að fækka færslunum inn á þennan vef. Hvað á maður að skrifa? Mig langar rosalega til að hafa þetta í ömmubloggstílnum, vera með fréttir af krökkunum. En það er nú bara þannig að þannig blogg nennir enginn að lesa. Hver les hverja færslu á Barnalandssíðu? Ekki ég.

Nú eru ekki nema 3 vikur þangað til Hringur fer hálfan daginn á leikskólann. Íþróttirnar eru ekki enn byrjaðar hjá Hákoni. Hér eru réttirnar tímatal sem allt miðast við. Ætli ungmennafélagið fari ekki í gang eftir réttir. Ég býst við að Hákon verði í fótbolta og glímu. Ég ætla að þjálfa krakkana í fótbolta. Hákon er byrjaður í tónlistarskólanum. Hann er í Zuzuki fiðlunámi. Nú er fyrsti tíminn að baki og við farnir að æfa okkur að halda á fiðluboga. Framundan er svo forledranámskeið.

Ég er að reyna að ákveða í hvaða félagsstarfi ég ætla að taka þátt í vetur. Eitt er ákveðið, ég verð að leysa af í hljómsveitinni Bleki og byttum. Næsta ball er réttarballið í Aratungu 17. september.
 
fimmtudagur, september 1
  Bergen
Hvernig ætli sé að koma til Noregs?
Þangað hef ég aldrei komið en fæ nú að kynnast því 27. október. Þá fer ég á fjögurra daga námskeið í Bergen. Það er rosalega langt síðan ég hef farið á alvöru námskeið og ennþá lengra síðan ég hef farið til útlanda. Þetta verður vonandi góð ferð því efni námskeiðsins er áhugavert og flottir ferðafélagar með mér í för. Svo fer þetta allt saman fram á ægilega fínu hóteli. Ég er voðalega glaður yfir að hafa fegnið inni á þessu námskeiði því ekki veitir mér af einhverju til að glæða áhugann á starfinu. Ég hef ekki alveg náð mér á strik í haust.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]