Tilraunavefurinn
þriðjudagur, ágúst 30
  Ný frænka
Hjördís, systir Grétu, eignaðist stelpu í gær. Litla stelpan á systur sem heitir Sandra og er á öðru ári.
 
  Spá ársins #2
Svona spáði ég í vor að Íslandsmótið í knattspyrnu karla færi. Ég sé að ég hef verið nokkuð nærri að hafa þetta rétt. Ég setti þessa spá hérna inn einhverntíma í maí.


1. FH
2. KR
3. Valur
4. Keflavík
5. ÍA
6. Fram
7. Þróttur
8. Fylkir
9. Grindavík
10. ÍBV
 
  Horft á fótbolta
Ég reyndi að fylgjast með leik Vals og ÍBV á Sýn í gær. Ég beið náttúrulega spenntur eftir 80. mínútu, því þá kemur Danni frændi minn yfirleitt inn á hjá Val. Ég hef nú hálfpartinn vorkennt stráknum í sumar. Hann var veikur þegar fyrsti leikur tímabilsins fór fram og gat því ekki leikið. Þá lék Valsliðið vel og hefur leikið nokkuð vel í allt sumar og þá sérstaklega þeir leikmenn sem leika í sömu stöðu og hann. Hann hefur því þurft að sitja á bekknum í allt sumar og varla getað gert tilkall í liðið miðað við hvernig þeir hafa spilað þessir framherjar. En í gær átti hann að fá tækifæri. Það var ekkert að gerast allan seinni hálfleikinn. Ég botnaði ekkert í Willum.

En úrslitin voru náttúrulega vonbrigði fyrir Bjögga vin minn og aðra Þróttara, því nú er ljóst að Þróttur er fallinn.
 
mánudagur, ágúst 29
  Á Hóteli
Hákon gerði sögu í skólanum. Fyrirmælin voru þau að sagan ætti að fjalla um ferðalag. Hér er sagan:

Í sumar fór ég í stutt ferðalag með pabba, mömmu, Hringi og Perlu Maríu. Við gistum í tvær nætur á tveimur hótelum. Hringur og Perla öskruðu og öskruðu. Við skoðuðum Jökulsárlón, Skaftafell, klett sem heitir Dyrhólaey og tvo flotta fossa, Skógafoss og Seljalandsfoss. Við sáum fullt af dýrum, eins og kýr, kindur og hunda. Veðrið var gott og við fengum oft nesti úti. Mér þótti merkilegast að sjá Jökulsárlón. Þar sá ég seli.
 
  Að segja eitthvað
Hringur er farinn að rembast við að segja eitthvað. Hann segir pabbi og mamma, ís og fugl. Svo grunar okkur stundum að hann sé að reyna að segja rétt orð um rétta hluti - þó við skiljum hann ekki. Hann verður 18 mánaða í næsta mánuði og þá mun hann fara á leikskóla hálfan daginn. Ég vona að hann láti fljótlega af því að hrinda og slá börn sem hann hittir.

Perla María getur sagt margt og talar mikið. Hún syngur, stundum frumsamin lög og ljóð. Þá syngur hún hátt. Svo er hún farin að segja sögur: "Pabbi, einu sinni ég lítil stelpa þá ég ..........". Það er mjög gaman að henni þegar hún fer í sögugírinn. En þessa dagana er hún ekki alltaf skemmtileg. Stundum öskrar hún og vælir tímunum saman! Hún er mikil mömmustelpa og það er ekki alltaf velkomið að ég hjálpi henni við dagleg verk. En svo kann hún líka að brosa og segja setningar sem bræða pirraða pabba á nóinu.
 
þriðjudagur, ágúst 23
  Myndasiðan
Ég minni á myndasíðuna. Þar eru einhverjar myndir frá síðasta hálfa árinu eða svo.

Það er hægt að komast inn á myndasíðuna með því að haka við fyrirsögnina hér að ofan. Það er líka hægt að smella á mynd sem birtist hérna á blogginu og komast þannig inn. Og svo er slóðin: http://www.flickr.com/photos/karlinn/
 
mánudagur, ágúst 22
  Skólasetning
Skólasetningin var í dag. Kennsla byrjar á morgun. Ég er ekki enn farinn að hlakka til. Ég hef nokkrar áhyggjur af þessu.
 
  !
Ég veit ekki hvað fólk sem þekkir mig héldi um mig ef það hefði orðið vitni að því sem gerðist í þrítugsafmælisveislunni á föstudagskvöldið. Þarna var ég, í húsakynnum sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, með gítarinn hangandi á vömbinni og leiddi gestina í fjöldasöng á KR-laginu.
 
föstudagur, ágúst 19
  Sitt af hverju
Nú eru mamma og pabbi á leiðinni suður. Þau ætla að heimsækja okkur og passa krakkana í kvöld og nótt. Við Gréta ætlum til Reykjavíkur í afmælisveislu til Önnu Svandísar og Atla Freys. Anna varð þrítug 1. júní og Atli varð líka þrítugur á árinu. Gréta skildi ekkert í mér í fyrradag að vera ekki búinn að ákveða í hverju ég ætla að vera!

Mig langar að benda á tónleika sem verða í Grindavík í kvöld. Það eru styrktartónleikar handa ungu fólki í Grindavík sem eiga von á barni sem er með hjartagalla og mun líklega þurfa að gangast undir a.m.k. eina mikla aðgerð í útlöndum. Það eru sannir vinir sem standa fyrir svona nokkru.

Hákon er búinn að vera hjá Daða á Skaganum síðan á mánudagskvöldið. Pabbi og mamma ætla að taka hann með í leiðinni til okkar.
 
fimmtudagur, ágúst 18
  Þessi flaug á rúðuna

Þessi flaug á rúðuna
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Það skapaðist náið samband milli þessara tveggja!
 
miðvikudagur, ágúst 17
  Skaftafell

Skaftafell
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Ferdalagid
 
  Jökulsárlón

Jökulsárlón
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Fra ferdalaginu.
 
fimmtudagur, ágúst 11
  Mál(ning) og menning
Búið að vera svolítið um söng og spilerí í sumar. Næsta verkefni er í fimmtugsafmælisveislu í Mosó á morgun með hljómsveit úr sveitinni. Meðal þess sem gert hefur verið í sumar er mandólín spil á Klettinum með Klettstríóinu, dæmigert kráarspilerí í dúett á Hótel Örk, mandólínspil í dinnerdúett á Hótel Geysi, mandólín spil í fimmtugsafmælisveislu í Laugarási, upptroðningur á mandólín og munnhörpu með hljómsveit líka í Laugarási og tvisvar sinnum hef ég stjórnað fjöldasöng í brekku á Flúðum.

Þá hafa málningarverkefnin tekið góðan tíma í sumar. Ég hef bæði málað í sveitinni og í Reykjavík. Nú er ég hins vegar kominn í frí og verð í fríi þangað til á mánudaginn en þá byrjar skólastarfið með fundahöldum og öðrum undirbúningi okkar kennaranna.

Í síðustu viku fór fjölskyldan í tveggja daga ferðalag um Suðurland. Skrifa um það seinna. Bless, bless.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]