Tilraunavefurinn
fimmtudagur, september 30
  Lovebird
Nú er komin stelpa á heimilið. Það er ástargaukurinn Kamilla. Hún er blá, hvít, grá, svört og blágræn. Hún er af kyninu masked lovebird. Rosalega flott og gæf. Eigandi hennar er Hákon. Hann er mjög ánægður með þetta.

Kamilla er fyrsta gæludýrið sem við eignumst. Þegar ég var lítill voru á tímabili fiskar heima hjá mér. Gréta hefur átt kött, hund og páfagauka.
 
þriðjudagur, september 28
  Ég er pólitískur fangi
Ég er pólitískur fangi því að fagstéttin sem ég tilheyri er um þessar mundir notuð sem vopn í baráttu íslenskra sveitarfélaga fyrir auknum fjárframlögum frá Ríkinu. Fulltrúar kennara í samninganefnd þeirri sem er að semja við sveitarfélögin um kjör grunnskólakennara hafa sumir sagst hafa það á tilfinningunni lengi að sveitarfélögin ætli sér ekki að semja við okkur. Þeir ætli að nota okkur sem lurk til að berja á Ríkinu og fá meira fé til að reka sig.

Þegar ég heyrði þetta og fór að velta þessu fyrir mér skildi ég betur þá flækju sem allt málið er í. Ég skil gremju sveitarstjórnarmanna yfir minnkandi tekjum vegna:

1) Kjarabótum grunnskólakennara strax eftir yfirtökuna 1997. Laun mín fóru t.d. úr 77.000 í tæpar 101.000.
2) Fólk í atvinnurekstri hefur skráð starfsemi sem það hefur haft á sínu nafni sem einkahlutafélög og þar með hafa skatttekjum sveitarfélaganna minnkað stórkostlega.
3) Húsleigubæturnar hafa bæst við útgjaldalið sveitarfélaganna frá því þau tóku að sér rekstur grunnskólanna.

Og það er fleira sem ég skil betur þegar ég hugsa þessa deilu með þetta í huga:
Ég skil, það sem mér áður þótti fásinna, að Launanefns sveitarfélagann skildi 19. september leggja fram tilboð sem var alveg nákvæmlega eins og tilboðið sem hafði verið hafnað í maí.

Ég skil líka hvers vegna launanefndi hafnaði skammtímatilboðinu sem samninganefnd KÍ lagði fram 19. september. Tilboð sem fól ekkert í sér til að gleðja okkur kennara nema tveggja tíma kennsluskyldu lækkun. Það hefði aldrei verið samþykkt af okkur, en það hefði komið í veg fyrir verkfall eða frestað því amk.

Á meðan á þessum pólitíska sandkassaleik stendur sitja grunnskólanemendur heima hjá sér og kennarar þeirra líka og geta ekkert gert nema beðið eftir að alþingi komi saman og fylgst þá með hverju fram vindur.
 
  Lordedi-rings-leikur
Þegar ég fór að sækja Perlu Maríu á leikskólann klukkan 13:00 sá ég nokkra 7, 8, og 9 ára stráka leika sér á svæði sem er gríðarstórt. Þeir sögðust vera í lordedi-rings-leik og þeir léku sér með trésverð og skildi út um allt Reykholtshverfi. Hákon var í þessum hópi. Hann kom ekki í hádegismat, kom rétt aðeins inn áðan og hámaði í sig eina vöfflu og drakk eitt glas af undanrennu, svo var hann rokinn aftur. Þetta er sko fjör.

Það er gaman að leika sér.
 
mánudagur, september 27
  Tillögur
Mig langar að þakka kærlega fyrir þær góðu tillögur sem voru settar hér fram þegar ég var að velta fyrir mér í hvað ég ætti ða eyða verkfallsbótunum.

Það kemur mér mikið á óvart að bloggið skuli vera skoðað þar sem það hefur legið niðri í svo langan tíma. En það gleður mig samt að fá viðbrögð að vestan.

Bestu kveðjur í Víkina
 
  Lovebird
Erum að spá í að fá páfagauk á heimilið. Netið skoðað svolítið í þeim tilgangi. Einhver góð ráð þarna úti?
 
laugardagur, september 25
  Halfslappt
Þetta er nú búið að vera hálfslappt allt saman hér á síðunni. Ekki skrifað vikum saman.
En það er að frétta af okkur að enn búum við í bráðabyrgðahúsnæði í Reykholti en nú er varla langt að bíða þess að við flytjum í nýju íbúðina - þar er varla nokkuð eftir.
Pabbi og mamma komu við hjá okkur í gær. Það var gaman að hitta þau og vera búin að sýna þeim aðsteður okkar hér.

ég er búinn að spila fyrsta giggið hér á Suðurlandi (amk í mörg ár) það var að Flúðum þar sem ég spilaði með Sólmundi tónmenntakennara þar. Það var barasta ágætlega heppnað spilerí og aldrei að vita nema framhald verði á því samstarfi!

En maður hangir nú bara í þessu verkfalli og gerir ekki margt. Mér skilst á þeim sem að málinu koma fyrir hönd okkar kennara að fulltúar sveitarfélaganna ætli sér ekki að semja við okkur - sama hvað við bjóðum. Þeir ætli sér að nota kennarastéttina sem lurk á ríkið til að fá meira fé þaðan til að reka skólana. Skítt að lenda í þessari krísu og fá almenningsálitið gegn stéttinni.

Meira fljótt.

Kalli kennari
 
þriðjudagur, september 21
  Verkfall
Hvað á ég að gera við þrjúþúsundkallinn sem ég fæ í verkfallsbætur á dag?
 
sunnudagur, september 12
  Bliðan
Það er blessuð blíðan

Hef verið að vinna í dag. Fór nú samt fyrst í sund með krakkana. Við syntum á Laugarvatni og vorum ein í lauginni. Það var ágætt. Hér var réttarball í gær. Geirmundur lék fyrir dansi. Ég var nú bara heima.

Mig langar að sjá DVD útgáfu af Með allt á hreinu þar sem Stuðmenn tala á meðan myndin er látin rúlla.
 
miðvikudagur, september 8
  Myndir
Ég veit ekki hvað hefur orðið af snúrunni til að tæma myndavélina. Hún hefur eitthvað villst í flutningunum í síðustu viku. Hvaða voðalegt stress er þetta í ykkur. Eins og þið hafið ekki séð blessuð börnin áður!

Stillið ykkur, þetta kemur allt saman.

Kveðja frá heimilislausum barnakennara í Tungunum,
KH
 
  Heimalærdomur
Hákon er kominn til mín inn á bókasafn þar sem ég var að kenna síðasta tímann í dag. Við sitjum yfir skrift, stærðfræði og lestri. Það hefur gengið hálferfiðlega að byrja á heimanáminu heima og því verið frestað fram yfir kvöldmat. Það hefur ekki virkað vel. Miklu betra þykir okkur, þegar það er hægt, að heimanámið sé bara afgreitt hjá pabba í skólanum áður en farið er heim. Er á meðan er.....

Svo er komin þessi fína nettenging í skólanum. Hún er þráðlaus og virkar mjög vel.

Kalli
 
mánudagur, september 6
  Jæja
Þegar kennarinn benti á landakortið og sagði:
„Þarna er Fljótshlíðin."
rétti ég upp hönd og hrópaði:
„Þar var ég!"

Einhvernveginn svona er eitt af ljóðunum sem gerast í skólastofu. Það er eftir Þórð Helgason. Þórður var leiðsögukennarinn minn í lokaverkefni mínu í Kennó. Þá skrifaði ég um ljóð sem fjalla um skólann og tók saman nokkuð stórt safn af svoleiðis kveðskap.

Annað ljóð var eftri skólasystur mína, Guðlaugu björgvinsdóttur. Það er svona:

Hann var kennari og kom aldrei aftur
hann skrapp út í sjoppu
og nú sitja nemendur hans
hnípnir í stofunni

það var einnar mínútu þögn í minningu hans

hann fékk þá loksins það sem hann vildi.

kennarinn sem kom aldrei aftur
sem kom aldrei aftur.
 
föstudagur, september 3
  Power Book
Nú er komin ný tölva í spilið. Power book 15´widescreen fartölva frá APPLE. Risastór og vinnur vel og hratt. Ég er á góðri leið með að geta sagst kunna eitthvað á tölvur og verð sífellt áhugasamari um þær. Þetta Apple dót er æðislegt. Ég bara get ekki lýst því hvað ég er hamingjusamur með að hafa tekið skrefið og keypt makka. Frábærlega einfalt og öflugt apparat!

Kalli
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]