Tilraunavefurinn
þriðjudagur, desember 30
  Áramót
Þetta hefur allt gengið vel. Jóladagur á Selfossi, annar í jólum hjá Mummu Lóu og Alla í Borgarnesi. Det var en rigtig hygge. Perla María hefur verið hálfslöpp. Fór til læknis í gær. Það var farið að grafa í hálskirtlunum á henni, svo nú er hún fvarin að taka lyf og heilsan horfir til betri vegar. Þetta gekk ekki lengur að hafa hana vakandi stóran hluta hverrar nætur. Af því það býr nú fleira fólk í húsinu.

Leigjandinn er að spá í að flytja út. Æi alveg er mér sama. Það er svo hljóðbært hjá okkur að þessi leigjandi hentaði kannski ekki alveg. Það var betra að hafa strákana sem unnu allan daginn og létu duga að vera heima á kvöldin og um nætur. Þessi er mikið heima hjá sér og það er náttúrulega stöðug umferð á krökkunum. Það heyrist rosalega niður. Maður er alveg á nálum þegar kubbur dettur á flísarnar.

Kópavogurinn á morgun.

HNY
Kalli
 
mánudagur, desember 22
  Upplýst jólatré á torginu, taumlaus umferð niðr´í bæ....
Á morgun er stóri verslunardagurinn. Ég ætla með Grétu í Kópavoginn og Reykjavík og versla það allra síðasta fyrir jólin. Þegar ég var unglingur vann ég stöku sinnum í matvöruverslun á Ísafirði. Þá man ég eftir því að Þorláksmessa var ekki dagurinn sem skilaði mestri innkomunni. Nei miðvikudagurinnn fyrir skírdag var betri. En það var nú líka á Ísafirði þegar íbúatalan tvöfaldast þá páska sem einhver snjór er. Akranes er umþb tvöfald fjölmennari bær en Ísafjörður - á Ísafirði er amk tvöfalt meira um að vera en á Akranesi! Bara gaman að segja frá því.

PM var lengi að sofna. Hún getur öskrað alveg rosalega og hávaðinn í henni. Annað hvort verður hún búin að eyðileggja í sér röddina þegar hún verður vfarin að geta notað hana til syngja eða hún verði búin að að þjálfa hana svo vel að í öðru eins undrabarni hefur ekki heyrst!

Amma Perla á afmæli á morgun. Það er venjana að láta sjá sig aðeins á þeim bæ seinnipartinn.

Eigið gleðileg jól.

Kv.
Kalli


Es. Ég vil þakka Jenný fyrir að skrifa í gestabókina og hvetja aðra sem rata af tilviljun inn á síðuna til að fylgja hennar fordæmi. Þetta eru náttúrulega fréttir sérsniðnar að þörfum mömmu, Halldóru, Þóru og fleiri ættingja, en auðvitað hljóta fleiri að rekast inn endrum og sinnum.

 
föstudagur, desember 19
  Litlu jólin
Það er margt á dagskrá í dag.

Perla María fór til Gullu í morgun. Hákon kom með mér í vinnuna. Svo klukkan tíu ætlar mamma hans að keyra hann niður í Brekkubæjarskóla á Litlu jólin. Það eru líka lítil jól hér hjá nemendum mínum. Svo ætla ég að syngja með kór FVA við útskrift þar í dag. Þá er starfsfólki skólans boðið í mat og til skemmtunar með mökum og börnum seinna í dag. Í kvöld verða svo jólatónleikar Söngdeildar Tónlistarskólans. Nóg um að vera!

Kalli
 
þriðjudagur, desember 16
  Lögreglufylgd
Það var hálka í Djúpinu á leiðinni vestur, en á leiðinni heim var flughált. Ég held ég hafi ekið í 2. gír frá Súðavík og alla leið í Brú í Hrútafirði!

Við lentum í veseni á Steingrímsfjarðarheiði. Ég hafði það ekki upp brekkuna og bíllinn snérist. Eftir nokkrar tilraunir við að koma bílnum upp kom lögreglan í Hólmavíkur okkur til aðstoðar fylgdi okkur alla leið til Hólmavíkur. Við vorum 15 klukkutíma á keyrslu sem í góðu færi tekur 6 tíma. En allir eru heilir og bíllinn óskemmdur og það er náttúrulega fyrir mestu.

Gréta var nú samt eftir sig eftir þetta volk og var heima í dag. Hákon gat ekki með nokkru móti vaknað og ég leyfði honum líka að sofa. Ég og PM fórum hins vegar á stjá og hvílum okkur bara seinna. ég var reyndar heppinn því í morgun þega rég mætti í vinnu var umsjónarkennari í bekknum sem ég átti ða kenna klukkan átta búinn að yfirtaka tímann minn og gaf mér frí. Þar með gat ég verið í fríi til 11 og fékk leyfi til að fara heim og leggja mig. Dejligt!
 
laugardagur, desember 13
  Hálka
Við ókum um Ísafjarðardjúp á 50-60 km hraða á kl.st. í gær. Vegirnir í Skötufirði og Hestfirði voru svo hálir að ég hef aldrei lent í öðru eins. Svell. Gler.

Við vorum komin til Bolungavíkur um fimmleytið í gær.

Hákon kann alltaf vel við sig hérna hjá afa og ömmu. Perla María vildi hvergi vera nema í fanginu á þeim gömlu hjónunum. Það er engin mannafælni á þeim bænum.

Pabbi er búinn að ramma inn mynd sem Gréta málaði. hann hefur nú gert það áður. Í þetta skiptið er um að ræða mynd af feitum konurössum í búningsklefa sundlaugar. Hann er búinn að sveigja koparrör utan um blindrammann sem striginn er festur á og fyrir miðju á efri langhliðinni hefur hann hengt gamaldags vatnskrana. Þetta kemur skemmtilega út. Þau ættu e.t.v. að halda samsýningu einhverntíma!

Krakkarnir fóru seint í háttinn í gær en þau vöknuðu nú samt klukkan sjö í morgun & PM hefur eflaust vakið alla upp á bænum. Nú eru pabbi og mamma í það minnsta að koma fram. Atli, Halldóra, Örvar og Andrea eru ekki komin á stjá.

Hilsen,
Kalli
 
miðvikudagur, desember 10
  Enn af lestri
Hákoni fannst bókin svo erfið í gær að hann gafst upp á að lesa. Ég hld hann hafi nú bara verið orðinn syfjaður. Ég las fyrir hann í staðinn. Það er bókin....æi nú man ég ekki hvað hún heitir, en hún er um stelpu sem í heimsókn hjá ömmu sinni í þorpi úti á landi og hjjá henni finnur hún stein sem er þeirrar náttúru að hann gerir hana ósýnilega. ÞEtta er vel skrifuð bók sem við fílum báðir tveir. Um daginn lásum við nýja Múmínálfabók. Ég hef ekki lesið þá áður. Þetta er rosalega flottur texti. En ég næ nú ekki laveg áttum í þessari Múmínveröld. Ekki Hákon heldur, en hann skynjar líka hvað textinn er flottur og steinþegir og hlustar af athygli. Svo segir hann mömmu sinni, þegar hún fer að tala um það við hann að þeta sé nú leiðinleg bók, að hún sé ekkert leiðinleg, það sé bara erfitt að skilja, en það sé fullt af flottum orðum í henni. „Já mamma, morrinn og svona. Pabbi manstu?!!!“

Ég var í tónfræðiprófi í dag. Búinn með þrjú stig. Ég veit að ég fæ ekki tíu í þetta skiptið. Svo er það samsöngur seinna í dag. Ég ætla að spila á gítar fyrir einn söngnemandann. Þess vegna hef ég verið að safna nöglum á fingrum hægri handar. Hafa þetta svolítið pró í þetta skiptið. Það er agalegt að sjá mig!

Við ætlum að keyra öll til Bolungavíkur á föstudaginn og vera þar yfir helgina.

Góðar stundir,

Kv.
Kalli
 
þriðjudagur, desember 9
  Ukulele
Á sjálfan afmælisdaginn komu nokkrir gestir til okkar. Þeir þurftu ða koma í hollum svo þeir kæmust allir fyrir í húsinu. Það er svona að búa þröngt, það þarf að skipuleggja ýmislegt með öðrum hætti en maður er vanur. Fyrst komu Atli bróðir og Jakob Freyr, skömmu síðar komu dætur Jóns Óla, þær Tinna Ýr og Heiðrún Katla og Hulda mamma þeirra. Svo komu Hildir Karen, Gunnar Haukur og Júlía Björk (Kristinn Gauti var í afmæli hjá vini sínum) og undir kvöld mætt systkini Grétu, Bensi og Hjördís.

Við Gréta gáfum Hákoni hljóðfæri í afmælisgjöf. Það heitir ukulele og er eins og gítar í laginu, bar minni og með fjóra strengi. Hann er stilltur svona: so-do-mi-la eða g´-c-e´-a´. Ég keypti svo kennslubók með hljómum líka svo ég geti kennt honum á spila. Hann gat strax spila c-dúr hl´jominn og svo æfðum við g-dúr í gær. Han ætlar að verða fyrsti ukulele-leikarinn á Akranesi.

Þegar ég fór að fikta með ukulele-ið um kvöldið mundi ég eftir úr einhverri Bítlabók að George hafði samið lagið Something þegar hann var að fikta með ukulele. Það kom heim og saman, lagið hljómaði mjög eðilega á ukulele.
 
laugardagur, desember 6
  Afmælisveisla
Í dag var boðað til afmælisveislu hjá Hákoni í Grundaskóla. Strákarnir í 1. BJ í Brekkubæjarskóla mættu ásamt nokkrum vinum Hákonar úr hverfinu. Þetta var feiknastuð. Fyrst léku drengirnir sér að öllu dótinu sem Hákon fékk að gjöf frá þeim, svo voru skipulagðir leikir, þá pizza og appelsín og rúsínan í pylsuendanum var svo að leggjast í grjónapúðana í Gryfjunni og sjá Gullplánetuna á DVD á risaskjá. Vá!

Á morgun kemur svo frændfólkið sunnan Hvalfjarðar og Hildur Karen & co. og vonandi Nonni og Gréta líka. Það fólk fær ekkert bíó!


Síðustu vikur hefur hugurinn æ oftar leitað heim á Holtastíginn þar sem góður vinur okkar hefur verið veikur. Hann dó í dag. Mér finnst ég vera óþægilega langt í burtu. Finnst ekki nóg að hugsa bara til fólksins. Ég vildi að ég gæti verið með því.

Kalli
 
föstudagur, desember 5
  Stuð um nætur í Bræðraborg
Ég var í Skátahúsinu í Skorradal í fyrradag og fram á gærdaginn. Kom heim í gær og fór í tónfræði. Það var lúxustími. Það var einn nemandi að taka próf. kennarinn gat varið öllum tímanum í það að yfirfara verkefni mín og útskýra fyrir mér það se még skildi illa. Hákon fór með mér í tímann og sat við hlið mér og vann heimavinnuna sína. Hann er mjög duglegur í skólanum.

Perla María sefur ekki heilan svefn um þesasr mundir. Í nótt vaknaði hún klukkan 3 og sofnaði ekki fyrr en rétt fyrir 5. Fyrr í vikunni grét hún frá 5 alveg þangað til við fórum út í bíl á leið í vinnu! Þetta er þreytandi til lengdar. Sérstaklega þegar maður er orðinn vanur því á nýjan leik að fá heilan svefn. Jæja, við þurfum náttúrulega að láta tékka á henni. Eitthvað hlýtur ða vera að angra hana.

Hákon ætlar að vera hjá Hildi Karen í dag. VIð hin öruym í borgina og verslum óléttuföt og afmælisgjöfina fyrir prinsinn sem verður 6 ára á sunnudaginn!

Blessjú,
Kalli
 
mánudagur, desember 1
  Play station og tíkó
Fyrir nokkrum dögum fékk Hákon Play station tölvu að gjöf frá Jakobi Frey, frænda sínum. Fyrstu dagana var náttúrulega legið í tölvunni. Hann var ótrúlega fljótur að komast upp á lagið með þetta allt saman. Nú hefur hann ekki vanist tölvuleikjum. Ég lít tölvuleiki svolítið öðru auga en margir í kringum mig. Ég er náttúrulega í starfi þar sem ég sé afleiðingarnar sem mikil tölvuleikjaiðkun getur haft á fólk. Ég hef séð efnismenn dofna svo á einum vetri að áhugi þeirra á því sem í kringum þá er hefur orðið að engu! Það voru því fljótlega settar reglur um umgengni við þessa blessaða leikjatölvu. Það má leika í henni um helgar.

Perla María er hressari eftir að hafa verið hálfslöpp á laugardaginn eftir hitavelluna deginum áður. Hún var með tíkó í hárinu í fyrsta sinn í gær. Mér fannst hún á einu augabragði eldast um nokkra mánuði. Ég vildi að ég kynni að setja myndir af henni inn á vefinn! Það kemur ........ vonandi....... kannski!!!!

Það er kominn nýr leigjandi í kjallarann. ung kona með tveggja ára stelpu.

Kv.
Kalli
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]