Tilraunavefurinn
laugardagur, ágúst 30
  Gilli í eldhúsinu - ekki alveg
Ég hafði skrifað áðan að ég væri að fara í mat til Gilla á Sólbakka. Það er náttúrulega frekar óvarlegt orðaval því yfirleitt kemur hann ekki nálægt matargerðinni. Þóra sér um þá hlið og kann það betur en margur annar. Það er alltaf gott að heimsækja hana! (ég verð að skjalla hana svolítið hérna því ég var að gefa henni upp veffangið af tilraunavefnum)

Afreksmaður gærdagsins verður bara að vera Gunnar Haukur. Hann vann ekkert stórkostlegt afrek samt. En ég meina þarf þess. Mamma hringdi áðan til að reyna að tryggja sér nafnbótina fyrir daginn í dag vegna þes hún hafði tekið til í þvottahúsinu hjá sér! En Gunnar Haukur mælti með góðri mynd handa mér þegar ég hitti hann á vídeóleigunni. Það var Pianist um pólskan tónlistarmann í stríðinu. Mjög góð mynd. Svo tók ég The Commintments með því Muggi hafði svarað því í BB að hún væri í uppáhaldi hjá sér. Ég horfði náttúrulega ekki á hana en það var tilboð í gangi um að fá gamla spólu frítt með þeirri nýju.

Jæja það stendur sundferð fyrir dyrum hjá okkur feðgunum. Best að drífa sig.
 
  "Ég var að eltazt við eina zem er frá Selfozzi..."
Steini spil. Alltaf flottur! Keypti plötuna um daginn.
Nú er stefnan sett á Sellfoss. Matarboð hjá Gilla á Sólbakka í kvöld. Ætla að fara drífa mig heim úr vinnunni og leggja í ann. Perla María sefur vonandi á leiðinni. Veðrið er búið að vera ævintýralega gott hérna upp á síðkastið. 20 gráður í gær og sólarlaust!

Núna á Hákon uppáhalds lag og plötu. Lagið er Mess it up með Quarashi og platan Abbababbið hans Dr. Gunna. Sigurjón reddaði Mess it up fyrir mig á disk handa honum og þetta hlustar han á á hverjum degi. Alveg er mér sama - þykir þetta flott líka.

Og nú er maður bara orðinn tónlistarskólanemandi aftur!
 
föstudagur, ágúst 29
  Afrekið maður!
Gleymdi alveg. Afreksmaður gærdagsins er Christina kærasta Peders Kraack. Hún heimsótti fyrirvaralaust stelpuna úr bekknum mínum sem er í danska heimavistarskólanum og leiðist stundum. Ég held hún hafi hrisst upp í henni og hresst hana svo um munaði. Eða svo var að skilja á bréfi sem ég fékk frá nemandanum áðan.
Christina!!!! Christina!!!! Christina!!!!
 
  Hákon og skólinn
Ég reyndi að toga upp úr Hákoni allt sem gerst hafði í skólanum hjá honum. Í frímínútunum hafði hann verið úti í þarna þú veist þessu sem hægt er að renna sér niður og ætlað að grípa en ekki þorað og í staðinn dínnnngngng ja´´áaaaaaaa... og niður - ógeðslega gaman og svo aftur! Hann hitti Daða í frímínútunum og þeir léku sér bara tveir. Stelpa hafði misst hundinn sinn. Hann drapst! Kristján var með lyklakippu í skólanum. Hann situr mðe Kristjáni og Elvari og í gæt hitti hann tónlistarkarl sem stjórnaði leikjum. Systa sjóræningi var spilað, ekki samt af hans plötu heldur plötu tónlistarmannsins sko. Sundkennarinn sýndi þeim sundlaugina. Það er verið að skipta um djúpu laugina!!!! Þess vegna var bara göngutúr en ekki sund. Hákon gleymdi svo pennaveskinu í skólanum. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Í morgun vaknaði hann svo eldsnemma og þreyttist ekki á að tilkynna systur sinni með smábarna talanda að nú væri Hákon bara byrjaður í skólanum, ha!
 
fimmtudagur, ágúst 28
  Ofur pabbar
Hildur Karen var að senda mér póst um ofurpabba; feður með svokallað Atlas-heilkenni. Það er nýr sjúkdómur sem sest á karla sem vilja leggja sig fram á vinnustað og heima. Þeim er þetta mörgum um megn. Flestir gefast upp, koma vinnunni að einhverju leyti yfir á aðra o.sfrv. en þeir sterku kikna undan álaginu og fara yfir um á taugum! Þetta snerti taug hjá mér því það hefur verið svolítið álag á mér síðustu daga, en ég held ég eigi enn langt í land með að verða veikur. En þetta hlýtur að vera til. Ég meina það eru margir karlar sem eru fyrirvinnur og bera þar að auki hitann og þungann af öllu hema fyrir. Ég þekki meira að segja dæmi um slíkt! Auðvitað eru líka konur í þessari stöðu, en augu almennings hafa ekki fókuserað á karlana svo mikið trúi ég.


Afreksmaður gærdagsins er Árni Snævarr. Hann er ekki að skíta út þá sem reka hann úr starfi þótt hann hugsi örugglega sitt. Þetta er greinilegt dæmi um ritskoðun eigenda stöðvarinnar og refsiaðgerð. Árni Snævarr er ekkert einhver venjulegur fréttamaður með míkrafón. Hann er fréttamaður ársins. Flottur!
 
miðvikudagur, ágúst 27
  Brau� og k�kur
Brau� og k�kur? J� vegna �ess a� n� st�ri �g brau�s�lu nemenda � 10. bekk. �� �arf a� leita eftir tilbo�um hj� bakar�unum � �essi vi�skipti og panta mat og skila v�ru til baka o.s.frv. �etta er n� ekki alveg mitt svi�, en gengur �g�tlega enn��. �a� � ekki a� borga m�r neina extra-t�ma fyrir �essa vinnu - �ess vegna skrifa �g samviskusamlega hj� m�r �ann t�ma sem �g nota � �etta og �tla a� sj� hvort �g er a� l�ta fara mj�g illa me� mig.

�g var svo lengi � vinnunni � g�r a� �g gat ekki haft matinn fyrr en klukkan �tta og svo �urfti a� ba�a b�rnin �annig a� aumingja H�kon var ekki sofna�ur fyrr en kl. t�u. �annig a� hann m�tti ekki fullsofinn � sk�lann fyrsta alv�ru sk�ladaginn. L�legt hj� m�r. �ess vegna �tla �g heim n�na og elda steinb�t sem �g �tti � frysti. En fyrst �tla �g a� t�kka � einhverri au�veldri uppskrift.

Afreksma�ur g�rdagsins er Berglind kennari H�konar. Henni t�kst bara vel upp a� r��a vi� foreldra nemenda hennar ��tt h�n hafi ekki kennt ��ur og h�n hefur �rugglega kvi�i� �essum fyrstu samskiptum vi� foreldrana. H�n var bara k�l � �v�!

Bless
 
  Brauð og kökur
Brauð og kökur? Jú vegna þess að nú stýri hég brauðsölu nemenda í 10. bekk. Þá þarf að leita eftir tilboðum hjá bakaríuum í þessi viðskipti og panta mat og skila vöru til baka o.s.frv. Þetta er nú ekki alveg mitt svið, en gengur ágætlega ennþá. Það á ekki að borga mér neina extra-tíma fyrir þessa vinnu - þess vegna skrifa ég samviskusamlega hjá mér þann tíma sem ég nota í þetta og ætla að sjá hvort ég er að láta fara mjög illa með mig.

Ég var svo lengi í vinnunni í gær að ég gat ekki haft matinn fyrr en klukkan átta og svo þurfti að baða börnin þannig að aumingja Hákon var ekki sofnaður fyrr en kl. tíu. Þannig að hann mætti ekki fullsofinn í skólann fyrsta alvöru skóladaginn. Lélegt hjá mér. Þes vegna ætla ég heim núna og elda steinbít sem ég átti í frysti. En fyrst ætla ég að tékka á einhverri auðveldri uppskrift.

Afreksmaður gærdagsins er Berglind kennari Hákonar. Henni tókst bara vel upp að ræða við foreldra nemenda hennar þótt hún hafi ekki kennt áður og hún hefur örugglega kviðið þessum fyrstu samskiptum við foreldrana. Hún var bara kúl á því!

Bless
 
þriðjudagur, ágúst 26
  Sigur???
Hva�a bull var �etta � m�r ��an? Au�vita� er Gutti ekki sigur. Hann er hins vegar skrambi seigur, og �a� allt anna�. Talandi um sigur, �� skrapp �g �t � �fingasv��i� sem er fyrir utan gluggann � sk�lastofunni sem �g var a� vinna � ��an og s� megni� af s��ari h�lfleiknum hj� str�kunum � bekknum hj� m�r. �eir voru a� spila vi� Valsmenn. Str�karnir n��u sigri � �essum leik me� marki �r v�ti � lokam�n�tunum, 1-0. �eir eru l�ka seigir eins og Gutti!
 
 
 
  Fyrsti skóladagurinn
Hákon fór í skólann í dag. Fyrsti skóladagurinn. Kennarinn hans heitir Berglind og er systir Daða (besta vinar) svo hann þekkir hana ágætlega. Við fórum með honum í morgun og nú eru þau mæðginin örugglega að kaupa það sem þarf til skólans í bókabúðinni. Nemendur mínir komu í morgun kl. 9:00 og mér leist bara vel á hópinn og er sannfærður um að það verður flott starf hjá okkur í vetur. PM var í fóstri hjá Jóni & Grétu í morgun.

Afreksmaður gærdagsins er Gutti. Honum tókst að redda stundatöflunni minni sem var alveg í steik. Sigur kallinn!
 
mánudagur, ágúst 25
  Barnapössun
Krakkarnir eru í umsjá Evu nágranna okkar. Hún er 15 ára. Ég held samt að Hákon sé bara úti að leika sér. Gréta verður að vinna til 13:00 svo þetta er nú ekki langur tími. Svo byrjar skólinnn hjá Hákoni á miðv.dag og PM fer þá í vistun hjá dagmömmu. Allt að gerast!
En nú verð ég að fara á fund. Hádegishléið búið. Áfram Ísland.

Afreksmaður gærdagsins hlýtur að vera Arnar Gunnlaugsson. Hann er svo góður í fótbolta. Alveg synd að hafa hann í þessu liði!
Bless!
 
sunnudagur, ágúst 24
  Hrefnusteik
Já Danni var ekki að gera neina stórkostlega hluti á ÍA vellinum í gær. Þeir gátu ekki mikið Valsmenn. H'akon er úti að leika sér við strák sem er líka að fara að byrja í Brekkubæjarskóla. Hann heitir Albert og á heima í götunni. Daði er í útilegu. Perla María vaknaði snemma í morgun og var farin að ókyrrast um níuleytið. það endaði með því að ég þurfti að fara með hana út í göngutúr. Svo gaf ég henni að borða áður en ég setti hana út í vagninn.

ég ætla að reyna að vinna aðeins í dag. Áfram Fram. Þeir mega alveg vinna KA svo Valsmenn eigi meiri séns að lafa uppi. ÍA er sæmilegum málum!

Afreksmaður gærdagsins er erlendi myndatökumaðurinn sem náði myndum af hrefnuskurðinum um borð í Nökkva. voða mál!! Eins og menn hafi ekki drepið skepnu áður! Þetta er rugl.
 
föstudagur, ágúst 22
  Hí hí
Bara að tékka hvernig kemur út að skrifa tvisvar sama daginn.
 
  Nýjasta nýtt
Jæja, þarf þetta endilega að vera DAGbók þetta blogg?
Mér finnst það reyndar skemmtilegra hjá þeim sem ég þekki og standa í þessum skrifum að þeir geri það daglega. Á ég þá ekki að gera sömu kröfur til sjálfs míns? Annars er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert skrifuð sú að ég kunni ekki að "sign in" til þess. Slakt!

Annars var ég að pæla í blogginu í gær. Því það er svolítið sérstakt að maður er að skrifa handa fólki sem maður þekkir en hittir ekki oft; svona fréttabréf af sér. Eða að maður tilheyrir einhverjum hópi sem hefur skoðanaskipti með þessum hætti og notar miðilinn þannig skemmtilega. Ég er nú ekki í þannig félagskap. Í það minnsta er nokkuð víst að það les enginn blogg hjá einhverjum sem hann kann engin deili á. Þess vegna er þetta blogg, eins og önnur blogg, án upphafs. Lesendur þess, hingað til bara mamma og Halldóra, þurfa enga kynningu - þær þekkja mig og Grétu og krakkana. Bara að pæla.

Á morgun spila Skagamenn við Val. Maður er í nettri klemmu.

Afreksmaður gærdagsins er ég sjálfur. Því gærdagurinn var einn af þessum erfiðu dögum þegar mjög mikið er að gera og öll verkefnin lentu á mér. Veðrið í dag er frábært og ég hef varla komist út úr húsi. En nú er ég farinn.
 
föstudagur, ágúst 15
 
Fyrsta færslan er rituð í Bolungavík. Ég hef lokið sumarvinnunni og er í þann veginn að leggja í´ann heim á ný. Þar bíða börnin og konan eftir mér og vinnan í Grundaskóla. Ég á að mæta til vinnu 20. ág. Hér í Bol. er búið að vera gott sumar og nóg að gera í málningunni. Ég hlakka til að hitta fólkið mitt og eiga sumarfrí á mánudag og þriðjudag. Lúxus.

Danni frændi minn setti mark á helv... KR-ingana í gærkvöldi. Þess vegna er hann afreksmaður gærdagsins!
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]