Tilraunavefurinn
mánudagur, febrúar 28
  Á leið frá Liverpool?
Örvar, mágur minn, segir að aðeins ein skýring sé mögulega fyrir því hversu slappur Steven Gerrard hafi verið í leiknum gær: Hann sé á leiðinni til Chelsea.

Ég sá ekki þennan leik.
 
  Tannburstun

Tannburstun
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.
Dagsverkið
 
  Helgin
Nóg að gera. Á föstudaginn var farið í verslunarferð á Selfoss. Keypt fyrir 18 þúsund í Bónus og aðeins í Nóatúni líka. Fyrir 11 þúsund í Ríkinu. Eins gott að vera á háum launumn! Það þarf ekki að fara í Ríkið aftur í bráð. Ég lenti á svo góðu rauðvíni um daginn að ég tók mig til og hamstraði.

Það var saumaklúbbur hjá Grétu á laugardaginn. Laugardagurinn var helgaður honum. Ég byrjaði á að redda mér kryddjurtum og grænmeti í matinn og Gréta bakaði. Þá var komið að því að þreyta krakkana þannig að þeir sofnuðu snemma. Þau voru látin leika sé úti og svo var farið í sund og í pottinn. ég held að klúbburinn hafi barasta farið vel fram.

Á sunnudaginn fengum við svo heimsókn frá mömmu og pabba. Svo komu systkini mín líka og krakkarnir þeirra. Þau fóru í sund. Pabbi skutlaði okkur Hákoni upp í Kjarnholt í afmæli til bekkjarstystur hans.

Og aldrei þessu vant var farið snemma í háttinn.
 
þriðjudagur, febrúar 22
  Perla Maria við stýrið

Perla Maria við stýrið Þau geta leikið sér saman þessi tvö. En Hringi líkar samt betur þegar Hákon nennir að leika við hann. Honum þykir Hákon æðislega skemmtilegur. Hins vegar er hann svolítið hræddur við Perlu Maríu. Hún knúsar hann og kyssir af fullmiklum ákafa.
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
sunnudagur, febrúar 20
  Playlist
Þau 5 lög sem oftast hafa verið leikin í tölvunni minni sem ég eignaðis seint í ágúst:

Volcano Damien Rice
What I Would Say In Your Funeral Mugison
Swing Ding Mugison
Gefðu mér GSM Frelsi
Id ask (loka) Mugison
 
  Helgarannáll
Hákon fór til Daða upp á Skaga yfir helgina. Við keyrðum hann til Reykjavíkur þar sem hann hitti Daða og Berglindi systur hans og fór með þeim uppeftir. Þá tók við hjá okkur búðaráp í Reykjavík helvíti – ooojjjjj!

Á laugardaginn fórum við í kaffi til Hallgríms frænda míns og Þrúðu konu hans í Miðhúsum. Þar var skrafað þangað til tímbært var að leggja af stað í næstu gleði, Konudagskvöldverð ásamt skemmtun í Aratungu. Það var Kammerkór Biskupstungna sem stóð fyrir þeirri dagskrá. Ég var að hjálpa þeim við gítarundirleik í nokkrum popplögum sem kórinn söng. Þetta var mjög skemmtileg og notaleg dagskrá sem Tungnamenn tóku vel.

Í dag sækjum við svo Hákon. Mér heyrist á Grétu að hún vilji komast í þær búðir sem hún komst ekki í á föstudaginn. Hvað er þetta með konur og verslanir? Jafnvel þegar þær eiga ekki peninga til að versla vilja þær fara í búðirnir til að skoða! Eins og það dragi úr lönguninni til að eignast hlutina! Ætli ég reyni ekki að koma mér hjá því að elta hana og komi mér inn hjá öðru hvoru systkina minna.
 
fimmtudagur, febrúar 17
  Riddarinn

Riddarinn Þetta er búningurinn. Myndin er tekin að kveldi þegar svitinn eftir djöfulganginn á ballinu er búinn að má burtu mestu málninguna.
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com.

 
þriðjudagur, febrúar 15
  Turkish Toast
Þakka ykkur fyrir allar uppskriftirnar. Ég lét vaða á uppskrift af slóð á vefnum sem Anna Svandís sendi mér í tölvupósti. Þetta var hinn ágætasti forréttur í tyrknesku matarboði. Prófið bara!

Yield: 4 Servings
Ingredients

3 tb finely chopped prawns (djúphafsrækja) in
-brine; (45 g.)
2 tb butter; (30 g.)
15 g finely chopped parsley
1 ts curry masala mix; (5 g.)
1/2 ts chilli powder; (2 g.)
2 tinned anchovy fillets (ansjósuflök);
-chopped fine
some left-over cooked egg
-yolk and
a few digestive or wafer
-biscuits
For the garnish: a few
-sprigs of pa

Öllu maukað saman og smurt ofan á kexið.
 
fimmtudagur, febrúar 10
  Öskudagurinn í sveitinni
Það var kennsla í skólanum í gær, allan daginn. Eftir skóla var haldið ball fyrir börnin í íþróttahúsinu.

Hákon var riddari. Gréta hafði saumað á hann svakalega fínan riddarabúning úr gömlum gardínum. Þá skreytti kappinn sig með skildi, brynju, sverði og svitabandi úr sömu gardínunum (minnti einna helst á Knoplerinn). Riddarinn var með síða barta og yfirskegg og það blæddi úr sári á enni og kinn! Hann var rosalega flottur.

Prinsessan á bænum var náttúrulega prinsessa á náttfataballi í leikskólanum. Mamma hennar málaði á kinnarnar á henni fiðrildi og hjörtu, setti bleikan lit í hárið og kórónu á höfuðið. En núna er hún komin með háan hita greyið.

Ringo fór ekki í búning að þessu sinni.
 
  Foreldraviðtöl
Í dag voru foreldraviðtöl í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Maðu hefur nú lent í stífari dagskrá en það að vera í viðtölum frá 9-13, eins og þetta var í dag. Eitt viðtalið var tekið í síðustu viku og eitt beið þangað til klukkan 17. 13 nemendur - það er ekki svo mikið.

Við Gréta fórum svo með Hákoni í viðtal til umsjónarkennara hans í 2. bekk. Hann fékk afar fallegan vitnisburð drengurinn sá.
 
miðvikudagur, febrúar 9
  Matargerð
Áhugafólk um tyrkneska matargerð:
Sendið mér uppskrift af góðum og einföldum tyrkneskum forrétt.

karlinn@simnet.is

 
mánudagur, febrúar 7
  Perla púslari
Perla María hefur þvílíkt yndi af púsluspilum þessa dagana að hún getur setið grafkyrr og púslað tímunum saman. Stundum púslar hún sama púsið aftur og aftur og aftur. Hún er orðin mjög fær að sjá út úr púsluspilum og við foreldrarnir erum svo stoltir af henni að við höfum keypt handa henni flóknari og flóknari púsl til að glíma við og fylgjumst svo spennt með þegar hún leysir hverja þrautina af annarri hvað eftir annað.

 
sunnudagur, febrúar 6
  Comments
Tveir Bolvíkingar sem ég þekki vel og ólust upp í nágrenni við mig halda úti bloggsíðum sem ég heimsæki næstum daglega. Þetta eru þeir Baldur Smári og Kristján Jóns. Það koma oft góð comment inn á síðurnar hjá þeim. Virkastur í þeim efnum er Dóri Magg sem spinnur stundum við bullið í Kristjáni. Ástæða þess að ég minnist á þessa bloggara nú er sú að mig langar að benda lesendum á comment á síðunum þeirra sem eru óborganlega fyndin (þó sennilega eingöngu fyrir þá sem til þekkja). Í fyrsta lagi er það comment frá Ragga Ingvars inni á blogginu hjá Kristjáni þar sem hann segir skoðun sína á ráðningu nýs þjálfara UMFB í fótbolta. Hins vegar er það comment frá Kristjáni á bloggi Baldurs um jarðgöng frá Bolungavík inn á Ísafjörð.

Slóðir:
www.baldur.blogspot.com
www.boviskastalid.blogspot.com
 
  Kennarapartí
Þá er spilakvöldið afstaðið. Það varð eitthvað ótrúlega lítið úr spilamennskunni en mikið hafði ég ofboðslega gaman af félagsskapnum. Við tókum eina umferð af Fimbulfambi og pínulítinn Popppunkt.

Veit einhver hvað boðnaker er?

Hér hittust:
Ég, kennari í Reykholti
Gréta, leikskólakennari
Bjöggi, kennari í Langholtsskóla
Dögg Lára, kennari í Langholtsskóla
Jón Páll, aðstoðarskólastjóri í Laugalækjarskóla
Sif, lektor við Kennaraháskólann

Þetta varð svona umræða kennara um skólamál; kennslu og mótun góðs skólaanda, - mjög skemmtilegt. Bjöggi heldur með Liverpool þannig að við hin vorum ekkert að gera honum það að ræða um fótbolta.
 
föstudagur, febrúar 4
  Fyrrverandi leikmenn UMFB snúa heim
Af tilefni þessarar fréttar skal tekið fram að enginn félagi í Bekknum, félagi bolvískra varamanna, mun snúa heim á bekkinn á Skeiðinu. Ekki ég, ekki Danni, ekki Stebbi, ekki Sigurjón, ekki Óli, ekki Gummi Björns, ekki Raggi, ekki Rúnar, ekki Magnús Pálmi, ekki Jónas Pétur, ekki Helgi Pétur, ekki Gummi Birgis. Það mun vanta alla reynslu á bekkinn hjá þeim!

Fyrir hönd stjórnarinnar,
Karl Hallgrímsson,
formaður

P.s.
Þetta eru þeir knattspyrnumenn sem ég man eftir að hafi verið sessunautar mínir þegar Bolvíkingar tóku þátt í Íslandsmótum í fótbolta ´91, ´92 og ´96. Ég hef leikið nokkra leiki í meistaraflokki UMFB í fótbolta, bæði í vörn og á miðjunni. En það var oftast hlutskipti mitt þegar hlutirnir voru teknir alvarlega í Víkinni og liðið skráð á Íslandsmót að verma varamannabekkinn.
 
fimmtudagur, febrúar 3
  Íslensku tónlistarverðlaunin
Hann var aldeilis verðlaunaður hann Öddi frændi minn í gærkvöldi. Flottar viðurkenningar fyrir frábærlega vel unnin störf.

Ég sá að ég hef aldeilis keypt gæðamúsík á þessu ári. Ég á poppplötu ársins, rokkplötu ársins, jassplötu ársins, dægurlag ársins, jasslag ársins og margt fleira sem var tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna.
 
  Jarðgöng
Nú er Baldur Smári að velta fyrir sér möguleikum fyrir legu jarðgangna frá Bolungavík til Ísafjarðar. Í fyrirsögninni hér að ofan er linkur á kort sem sýnir nokkra kosti sem eru í stöðunni. Þetta eru fyrstu viðbrögð mín:

B leiðin er slæm. Hún eyðileggur Vatnið. Að auki þýðir hún að til vegagerðar yðri að koma inn allan Hnífsdalinn sem eyðileggur líka skemmtilegt svæði þar og mun að auki verða kostnaðarsamt vegna snjómoksturs.

Leið A hefur sína kosti: Hún tengir okkur frekar við Stór-Ísafjarðarsvæðið. Kemur okkur Víkurum í samband við Súgfirðinga og Önfirðinga um leið og við fáum þessa öruggu akstursleið til höfuðstaðarins. En þessi kostur gerir leiðina frá Bolungavík í Gamla bakaríið langa.

C leið er fín og D leiðin líka. En þá er Eyrarhlíðin eftir með allan snjóinn. Væri ekki gott úr því að á annað borð er verið að bora í gegn öryggisins vegna að tryggja vegfarendum almennilegt öryggi og sleppa þeim við veginn um Eyrarhlíð?

Jarðgöng voru svolitið í umræðunni fyrir nokkrum árum þegar farið var að gera umbætur á Óshlíðarveginum og byggja vegskálana. Þá voru gerðar einhverjar mælingar og rannsóknir á fjöllunum. Jarðgöng, það er málið!

Jarðgöng frá Bolungavík til Ísafjarðar
Jarðgöng áfram inn í Súðavík
Brú yfir Hestfjörð, Skötufjörð, Mjóafjörð og ...........

Ætli ég muni lifa það?
 
þriðjudagur, febrúar 1
  Fimbulfamb & fótbolti
Það stefnir allt í að árlegt spilakvöld okkar Grétu fari að skella á. Það er von á tveimur félögum mínum sem ég kynntist í Kennó og konunum þeirra. Anna frænka mín og hennar maður komast ekki þetta kvöld. Það verður bara að gera eitthvað annað úr því þetta árið. Jón Páll er búinn að redda Fimbulfambi og við erum farin að hlakka til að hitta þetta góða og skemmtilega fólk!

Þá er ekki annað að sjá en að HSK mótið í fótbolta muni hefjast nú á laugardaginn. 7. flokkur keppir í Hveragerði. Ætli ég verði ekki þar með nokkra unga knattspyrnumenn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]