Tilraunavefurinn
sunnudagur, desember 27
  Ný tilfinning - Viðkvæmi listamaðurinn
Það er fáránleg tilfinning sem kemur yfir mig stundum þessi misserin sem ég er önnum kafinn við kynningu á plötunni minni og eiginlega alveg heltekinn af því verkefni. Ég elska það þegar fólk lýsir velþóknun sinni eða hrifningu á plötunni fyrir mér eða hrósar mér fyrir einhverja tiltekna þætti verksins. Ég hef líka gaman af því að heyra af því ef einhver er ósáttur við eitthvert atriði eins og tiltekna útsetningu eða bara segist ekki líka við svona tónlist. En ég þoli illa að fá ekki áheyrn eða þegar ég fæ ekki að tilheyra. Ég er ógurlega viðkvæmur fyrir því núna. Nú birtast listar yfir plötur ársins 2015 og ég er ekki á þeim. Ég verð bara sár, - í alvöru. Það er náttúrulega fáránlegt viðbragð en þannig er það nú samt. Arnar Eggert nefnir mig ekki á nafn, samt er hann hrifinn af þjóðlagaskotinni músík, kántrí og rokki og ég daðra nú við þetta allt á plötunni. Ég er hreinlega móðgaður. Dr. Gunni nefnir mig ekki á nafn. Ég veit að hann er nú ekkert á þessari línu í músíkinni en hann hefur vit á því hvað er vel gert og hvað ekki og þess vegna hefði mér þótt vænt um að fá að vera með á hans lista. Björn Jónsson mundi reyndar eftir mér og tók fram að platan mín hefði komið til greina á 10 plötu listann hans, en hún komst ekki þangað inn. Mogginn, Fréttatíminn og Fréttablaðið hafa ekki birt gagnrýni um plötuna þrátt fyrir að hafa fengið hana til áheyrnar og eignar á útgáfudaginn í lok október. Ég þoli það ekki. Ég vil tilheyra.

 
föstudagur, desember 25
  Það eiga ekki allir gleðileg jól
Síðan í gærmorgun hefur hugurinn leitað til góðs fólks sem ég þekki sáralítið en kynntist svolítið þegar ég bjó á Akureyri í gegnum starf mitt í Naustaskóla og í gegnum foreldrasamfélagið í árgangi Hákonar míns í Lundarskóla. Það missti drenginn sinn í bílslysi fyrir 3 dögum, 18 ára frískan, góðhjartaðan og skemmtilegan pilt. Ég held að hann hafi átt kærustu og ég hugsa líka til þess hve hún á erfitt núna. Þetta fólk mun ekki eiga gleðileg jól. Það er útilokað.
 
miðvikudagur, desember 23
  Símtal
Frændi minn einn hefur einhverja þá fegurstu baritónsöngrödd sem ég þekki. Hann er mjög músíkalskur. Mér þótti mikið til þess koma þegar ég var púki þegar hann var einhversstaðar með gítarinn framan á sér og söng. Ég hef lítið hitt þennan frænda minn síðan ég var krakki en hann hringdi nú samt í mig í fyrradag til þess að segja mér álit sitt á nýju plötunni sem hann hafði keypt af mér í vikunni á undan. Hann er rosalega hrifinn af plötunni svo það var auðvitað gaman að heyra í honum. Hann veit líka vel hvað hann er að tala um. Ég man að hann var hrifinn af fyrri diskinum og hringdi líka í mig eftir að hafa hlustað á hann. Mér þykir virkilega vænt um að hann skyldi hafa hringt og naut þess að spjalla við hann um músík, gítara, texta og fleira svoleiðis.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]