Hljóðversundirbúningur
Ég er að fara að fara í hljóðver í næsta mánuði. Er búinn að fá með mér hljóðfæraleikara og hyggst taka upp einhver af þeim 16 lögum sem ég á á lager og hafa ekki komið út. Hugmyndin er að útsetja lögin með hljómsveitinni og taka upp live. Trommusett, bassi, rafgítar. söngur og eitthvað mun ég sjálfur leika á kassagítar og/eða rafgítar og munnhörpur. Þá er líklegt að ég muni fá kvenrödd með minni rödd í a.m.k. tvö laganna og e.t.v. mun ég líka ræsa út píanista. Farinn að hlakka til.