Tilraunavefurinn
sunnudagur, janúar 24
  Karl & mennirnir
Það eru um það bil 23 ár síðan ég kom fyrst fram þar sem ég bæði söng og lék á gítar. Síðan þá hef ég reglulega verið þátttakandi í slíkum uppákomum. Þetta hefur komið í skorpum. Stundum hef ég verið duglegur við þetta en svo hafa komið tímabil sem ég hef lítið sinnt þessu. Á þessum árum hefur stöku sinnum komið fyrir að ég semdi sjálfur tónlist og í nokkur skipti hef ég flutt hana fyrir fólk. En það er ekki oft. Og ég hafði aldrei komið fram á tónleikum til að flytja efni eftir sjálfan mig fyrr en á Aldei fór ég suður hátíðinni í fyrra og svo á litlum stofutónleikum í Bolungavík í fyrrasumar.

Það tók að gerast í fyrra og hitteðfyrra að það fóru að koma lög þegar ég sat með gítarinn og gutlaði eða blés í flautu fyrir krakkana þegar þeir voru að fara að sofa. SÍðan eignaðist ég upptökutæki sem ég notaði til að taka upp þessi stef sem koma og það varð til þess að það fóru að verða til áheyrilegar laglínur og einstaka textar. Þetta efni tók ég saman núna um jólin og skráði það og gerði svokallaðar demóupptökur af því. Í leiðinni fann ég til pappíra úr möppu sem ég hafði geymt frá því ég var í Kennó um árið. Í henni átti ég texta og við að blaða í henni rifjuðust upp lög sem ég hafði sammið við þessa texta. Þetta skráði ég líka og tók upp.

Nú átti ég meira safn laga og texta en mig hafði grunað. Í þessu safni ægir ýmsum ólíkum stefnum saman. Þarna eru lög í bossanovastíl, einn gamaldags vals, bæði popp og rokk og svona dæmigerð trúbadoramúsík eins og ég hef verið að hlusta á í mörg ár.

4. febrúar ætla ég að halda tónleika þar sem lögin mín verða flutt af mér og hljómsveit sem ég hef sérstaklega sett saman vegna tónleikanna. Þeir verða haldnir á tónleikastaðnum frábæra Græna hattinu við Hafnarstræti á Akureyri. Hljómsveitina skipa ásamt mér þeir Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari og píanisti, Hallgrímur Ingvason gítarleikari, Stefán Gunnarsson bassaleikari og Hjörleifur Örn Jónsson slagverksleikari. Eyþór og Hjörleifur eru margreyndir úr heimi klassísku tónlistarinnar. Annar er organisti og kórstjóri, hinn er skólastjóri Tónlistarskóla Akureyrar. Hallgrímur og Stefán eru aftur á móti reynsluboltar úr poppi og rokki. Þeir eru saman í hljómsveit og eru þar að auki gríðarlega duglegir við að spila allavega músík með mörgu fólki hér á Akureyri. Auk þeirra koma fram á tónleikunum söngkonurnar Elvý Hreinsdóttir og Lára Sóley Jóhannsdóttir, sem ætlar líka að leika svolítið á fiðlu fyrir mig.

Öll lögin á efnisskránni eru eftir mig og allir textar líka nema einn. Hann er eftir Matthías Jochumsson og einn textann gerðum við saman, ég og Björgvin Ívar, vinur minn og skólabróðir úr KHÍ.


Ég er búinn að undirbúa tónleikana í nokkrar vikur og gengur undirbúningurinn bara vel. Hljómsveitin er farin að æfa og hún virkar vel, ég er búinn að tryggja mér gott hljóðkerfi og hljóðmann, ég er á kafi við að kynna tónleikana og sjálfan mig sem höfund og flytjanda fyrir tónlistaráhugafólki í bænum. Liður í þeirri kynningu er þessi færsla. Það er líklegt að lesendur Dagskrárinnar, þar sem tónleikarnir eru auglýstir, gúggli hljómsveitarnafnið Karl og mennirnir eða Kalli og mennirnir eða Karl & mennirnir. Ég er svona að vona að þeir rati þá hér inni. Héðan komast þeir á myndasíður og geta glöggvað sig eitthvað á þessum Karli og mönnunum.

Ég hefði gaman af því að sjá marga á tónleikum. Ég lofa vönduðum flutningi og vona að flestir heyri einhver lög og texta sem höfði til þeirra.
 
sunnudagur, janúar 17
  Hver er Víkarinn?

Kannski ég hafi áður spurt um þennan ágæta mann sem ég hitti í dag.

Við hittumst í versluninni Brynju við Aðalstræti. Hann var þar á ferð með tveimur yngri börnunum, sem bæði eru á grunnskólaaldri. Hann sagðist engu hafa gleymt á skíðunum, en þá íþrótt stundaði hann á sínum tíma, eins og margir aðrir Víkarar á hans reki. Afrek hans urðu þó mun meiri á sviði annarra íþrótta. Meðal þeirra starfa sem hann hefur gegnt í Víkinni eru beitning og togarasjómennska. Um vensl okkar verður ekkert getið að svo komnu máli.

Hver er Víkarinn?
 
föstudagur, janúar 1
  Gamlárskvöld

Gamlárskvöld
Originally uploaded by wwwkarl.blogspot.com
Myndir af okkur frá gamlárskvöldi.
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]