Tilraunavefurinn
laugardagur, ágúst 15
  Hver er Víkarinn?
Á dögunum hitti ég veltimbraðan Víkara. Ég og hann vorum tvö eða þrjú tímabil samherjar í liði UMFB í fótboltanum. Fyrst fílaði ég hann ekki alveg. Mér sárnaði stundum hversu greinilega hann lét í ljósi pirring yfir því hversu lélegur ég (og sumir hinna ungu mannanna í liðinu) var í fótbolta. En nokkrum árum síðar, þegar fótboltinn var aftur vakinn til lífsins í Víkinni, og ég eldri og sennilega orðinn skárri í sportinu, varð hann einn af mínum uppáhaldsliðsfélögum. Um það réði að einhverjum hluta hæfileikar hans á vellinum og mikill og góður skilningur á íþróttinni. En meiru réði létt lund, ábyrgð senm hann hafði fyrir hlutverki hans sem reynslubolti, áhugi hans fyrir því að leikmönnum á vellinum liði vel í hlutverki sínu, uppbyggjandi hvatning og síðast en ekki síðst fyndni hans, sem stundum var meðvituð en stundum ultu líka út úr honum gullkornin án þess að hann hafi ætlað sér að vera sniðugur.

Hver er Víkarinn?
 
þriðjudagur, ágúst 11
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Ég man reyndar ekkert hvar Víkarinn þessi bjó, en Jón Óli, móðurbróðir minn, sagði mér, þegar ég var púki, sögu af honum, sem ég, einhverra hluta vegna, tengi við íbúðina í kjallaranum hjá Óla málara og Lillý. Jón Óli sagði mér sem sagt að þessi ágæti Víkari hefði fyllst einhverjum ofurkröftum á neyðarstundu. Hann hefði getað spennt í sundur rimla í rimlarúmi þar sem sonurinn litli hafði fest höfuðið á milli. Þegar hann hafði jafnað sig á sjokkinu fór hann að hissa sig á kröftum sínum og hefði hann þá reynt að endurtaka leikinn, en þá ekki getað bifað rimlunum. Þessi saga hefur setið í minni mínu alla tíð síðan. Ef til vill er sögusviðið ekki Völusteinsstræti og kannski er alls enginn fótur fyrir henni.

Hnífsdælingarnir, Kristján Freyr, Venni og Kristján Þór, sem allir hafa reynt að spreyta sig í þessari getraun, ættu að eiga meiri séns í þetta skiptið en nokkru sinni fyrr. Soninn í rimlarúminu, þennan sem heitir tveimur tveggja atkvæða biblílunöfnum og er alltaf kallaður síðara nafninu, þekkja þeir miklu betur en nokkur Víkari.

Ég hitti pabba hans og mömmu. Þekkið þið pabba hans?
Koma svo!
Hver er Víkarinn?
 
mánudagur, ágúst 10
  Hver er Víkarinn.
Annar Bolvíkingur sem ég hitti á Dalvík þekkti mig nú ekki fyrr en ég hafði kynnt mig fyrir honum (maður gerir allt til að koma fólki að hér í leiknum á síðunni). Reyndar var konan hans þá búin að horfa á mig þannig að mér fannst hún vera að velta því fyrir sér hvort hún þekkti mig.

Hann flutti úr Víkinni fyrir löngu síðan. Ég man samt vel eftir honum í Víkinni. Það er eins og mig minni að hann hafi búið á fleiri en einum stað í bænum, en einhverntíma bjó hann í lítilli leikguíbúð í næstu götu ofan við mína götu, þá sem liggur þvert í gegnum miðjan bæinn, frá Hreggnasa að Bökkum. Ég vona að minnið svíki mig ekki hvað þetta varðar.

Hann á börn. Ég man ekki alveg hversu mörg. En alla vega tvær dætur, eða kannski voru þær þrjár. Þær eru eldri en ég. Ein þeirra heitir sama nafni og móðir Víkarans sem ég spyr um. Hún var alltaf svo vingjarnleg og hlý í viðmóti við mig þegar ég fór að fara á Ísafjörð þegar ég var unglingur. Þar átti hún þá heima. Víkarinn okkar á líka einn son. Hann er örlitlu yngri en ég. Sá heitir tveimur tveggja atkvæða biblíunöfnum og er alltaf kallaður seinna nafninu.

Hver er Víkarinn?
 
  Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)
Grannur og brosmildur sjóari, 10 árum eldri en ég.
 
laugardagur, ágúst 8
  Hvar er Víkarinn?
Ég hitti nokkra Víkara á fiskideginum á Dalvík. Byrja á þessum:

Þegar Gréta mín kom fyrst til Bolungavíkur var hún viss um að þessi maður væri föðurbróðir minn. Henni fannst þeir líkir í útliti, hann og pabbi. En við erum nú samt ekkert skyldir. Hann á nokkur börn, bæði stráka og stelpur. Kynni mín af honum eru tengd fótboltaiðkun í Víkinni. Hann á fimm systkini, þrjár systur og tvo bræður. Hann er yngstur. Þrjú úr þessu systkinahópi búa í Bolungavík í dag.

Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]