Tilraunavefurinn
sunnudagur, júní 27
  Rögnvaldur heitur
Rögnvaldur Magnússon, málari í Bolungavík, er funheitur á Vestfjarðamótinu í golfi sem nú fer fram á Syðridalsvelli. Hann sló vallarmetið á fyrri degi mótsins og hefur 6 högga forystu eftir 18 holur. Það er gott. Ætli hann hafi ekki undirbúið sig með því að hlusta á Steina spil plötuna sem ég reddaði honum í fyrrasumar. Hún kemur öllur öllum í stuð. Í þeirri tónlist er einmitt að finna þá sveiflu sem þarf að vera til staðar í hjarta manna sem vilja ná langt í golfi.

 
  Allir í Bolungavík
Gréta, Hákon, Perla María og Hringur eru öll í Bolungavík. Þar eru þau í góðu yfirlæti á meðan ég fór aftur suður á vertíð. Ég ætla að mála í Reykjavík í þrjár vikur. Byrjaði í gær og var svo aftur kominn í gallann í morgun. Nóg að gera hjá málurum.

Já, maður verður að vera klár með aukasjóð til grípa til ef til kennaraverkfalls kemur í september. Nú á að troða pyngjuna út og liggja svo á henni eins og ormur á gulli þar til í haust.
 
  Transformer & Skoda
Ég hef verið að fjárfesta svolítið síðan ég fékk aur í budduna fyrir húsið sem seldist um daginn. Ég keypti mér föt í Nínu, Skoda í Heklu, þrjá geisladiska í 12 tónum og einn af Pétri Kristjánssyni. Það var Mjötviður til fóta með Þey. Hún olli mér nú svolitlum vonbrigðum. Þessir þrír í 12 tónum voru diskar sem ég hef ætlað mér lengi að eignast en hef ávallt metið það svo að peningunum væri betur varið í annað. Nú átti ég afgang og lét bara vaða. Þetta eru nefnilega ódauðlegu listaverkin Transformer með Lou Reed og Harvest með Neil Young. Þriðja platan er svo Pathetic me með íslensku kántrýhljómsveitinni The Funerals. Það er fyrri plata þeirrar sveitar.

Fór á tónleika með Mugison í verslun 12 tóna á föstudaginn. Það var þrælfínt hjá honum. Kitti litli Jóns Friðgeirs og Margrétar (www.bolviksastalid.blogspot.com) var að stinga upp á að Öddi passaði upp á að hafa Mugga og mig í hljómsveitinni sinni ef af því yrði að fleiri en hann sjálfur gengu í rafbandið Mugison. Það hefði ekki virkað í 12 tónum, en kæmi eflaust vel út á stóru sviði í Roskilde!
 
þriðjudagur, júní 22
  Góð kaup
Ég ætla hreinlega ekki að komast yfir það hvað ég er ánægður með að hafa keypt mér Makka þegar ég loksins endurnýjaði tölvukostinn. Þetta er æðislegt tæki. Jafnvel þótt um ódýrustu og ómerkilegustu týpuna sem er á markaði í dag sé að ræða.

Á morgun ætla ég að kaupa mér bíl. Er að spá í að flytja mig frá Japan og til Tékklands. Hætta að eiga Toyotu og fá mér Skoda. Vona að það verði eins vel lukkuð ákvörðun og sú að fá mér Makka!
 
  Húsin mjakast upp
Húsin mjakast upp er titill á einu af uppáhaldslögunum mínum. Það er eftir Sigurð Bjólu og er úr leikritinu Grænjaxlar og á plötu Spilverksins Sturlu frá árinu 1977. Diddú syngur það eins og engill og í laginu tekur Viðar Alfreðsson æðislegt trompetsóló. Ég tók þátt í að flytja þetta lag í uppfærslu á Grænjöxlum árið 2002. Ég söng sólóið hans Viðars eins og leikið væri á trombet eða básúnu. Það þótti mér gaman.

Mér fannst bara við hæfi að segja frá þessu þar sem húsið sem ég mun flytja í innan tíðar er að mjakast upp austur í Biskupstungum

Og svo var þetta lag að detta á í iTunes-inum í tölvunni þegar ég byrjaði að skrifa þetta). Nú er S/H Draumur að ljúka við að flytja lagið Öxnadalsheiði. Og núna fer Mugison af stað með lag úr bíómyndinni Niceland sem ég sótti á heimasíðuna hans www.mugison.com. Tékkið endilega á þessu lagi. Frábært lag, frábær útsetning og frábær flutningur!

Gó Öddi Mugimambó!!!!!!
 
laugardagur, júní 19
  Í plús
Staðan á tékkareikningi mínum náði því dag að vera yfir núlli í fyrsta sinn í áratug eða svo! Það er merkilegur áfangi. Við seldum húsið okkar í dag. Ég er kominn af stað með að selja bílinn líka. Ég ætla hins vegar að halda konunni. Hún er svo ágæt!

Kalli kúla plús
 
  Söngdeildin að sumbli & siðklemmuaðstæður Kristínar Gríms
Það var grillpartí hjá söngdeildinni áðan. Ég skemmti mér sæmilega, en ég er svo léleg fyllibytta að ég hætti alveg að setja í mig þegar einhver í kringum mig fer að verða fullur og leiðinlegur. Þannig var það í kvöld. Ég er bara kominn heim og er sestur við tölvuna svona fyrir svefninn. Það líka fínt. Fólkið mitt sefur á efri hæðinni.

Í nótt gistir Daði vinur Hákonar hjá okkur. Foreldrar hans eru aðalfólkið í sjóstangveiðifélagi Akraness og nú er eitthvert mót í gangi. Gréta bauð þeim að hafa Daða. Þeir Hákon eru bestu vinir svo þetta er nú lítið mál.

Kristín Gríms, gamall nemandi minn úr Víkinni, skrifaði í gestabókina mína. Ég heimsótti þess vegna bloggið hennar. Þar heldur hún uppi vörnum fyrir skoðunum sem hún hefur látið í ljós í hópi knattspyrnukvenna fyrir vestan. Réttlætiskenndin er svo sannarlega til staðar og hún er kjörkuð og sterk stelpan. Frábært. Ég vildi að allir krakkar sem ég hef haft fyrir umsjónarnemendur hefðu tileinkað sér svona heilbrigða lífsýn og þyrðu að bera hana torg!

Kynnið ykkur málið á síðunni hennar (sjá getabók).

Kveðja,
Kalli


 
fimmtudagur, júní 17
  Á vellinum
Við Hákon skelltum okkur á völlinn og sáum ÍA gera jafntefli við FH. Þetta var ágætur leikur. Hákon er ægilega áhugasamur um fótbolta núna allt í einu - heimtaði að fá að fara með og tók svo fótbolta með sér.

Áðan fór ég svo í heimsókn til Orra í Stúkuhúsið. Þar hefur hann verið að taka upp og vinna með upptökur síðustu misserin. Heyrði voðalega fínt stöff frá KK og Bill (barnabarn Stephans G.) og svo var gaman að fá að heyra tóndæmi af væntanlegri plötu Geirs Harðarsonar. Svo var líka stöff frá gæja að austan sem ég fílaði nú ekki eins vel. Ekki nema að þar heyrðist mér Orri njóta sín á píanóinu. Það er gaman af því. Og svo spilar félagi Flosi víst hammond í tveimur lögum á þeirri plötu.

Ég er að hlaða tónlist inn í tölvuna mína. Búinn að vera að fara í gegnum diskalagerinn og velja mér lög til a hafa inni í vélinni. Nú síðast var ég að setja lagið Við Birkiland með Megasi inn. það er frábært lag.

Talandi um Megas. Mér áskotnaðist bolur í síðustu viku með árituninni Megas að framan. Ekki slæmt. Þrír þannig bolir til. 
þriðjudagur, júní 15
  Selurinn
Selurinn, öðru nafni Guðrún Dóra Bjarnadóttir (við erum systkinabörn) heldur úti bloggsíðunni www.selurinn.blogspot.com. Hún var þar að pirra sig á föður sinum og einhverjum bókum sem hann hafði slysast með inn í herbergið hennar núna í vetur á meðan hún var í skólanum í Ungverjalandi. Þetta fer svo í hana að hún sagðist alvarlega vera að spá í að læsa herberginu sínu næsta vetur.

Ég sendi henni bréf áðan þar sem ég óskaði eftir því að fá herbergið hennar lánað undir ákveðna starfsemi. Spurning hvernig hún tekur því blessunin.
 
mánudagur, júní 14
  The Adventures
Gréta er farin að pakka dóti niður í kassa. Í einum þeirra sá ég geisladiskana mína og fór að líta á safnið. Þar kennir ýmissa grasa. Ég fann plötu með sykursætri popphljómsveit sem við Hemmi pulsa hlustuðum á á sínum tíma. Þetta er hljómsveitin The Adventures. Lagasmíðar þeirra eru melódískar en hrikalega einfaldar og búningurinn sem þær eru í er svona 1990 fílingurinn. Þið munið eftir böndum eins og LA´s. Ég setti tvö lög í tölvuna. Þau heita Don´t blame it on the moon og Put me together again. Segir það ekki allt sem þarf?
 
laugardagur, júní 12
  Tónlist & tölvur
Á nýja vinnustaðnum hefur mér verið úthlutað því verkefni aðð kenna á vali á unglingastigi námskeiðið TÓNLIST OG TÖLVUR. Í Grundaskóla væri það ekkert mál. Skólinn er svo vel útbúinn fyrir kennslu af því tagi. Ég var orðinn svolítið kvíðinn að þurfa að fara stjórna innkaupum á forritum og að verða að knýja út mixera og míkrafóna og allskyns dót til að geta gert þetta námskeið almenninlegt. Þar fyrir utan kann ég voðalega lítið á svona tengingamál. Ussss!

Ég hefði viljað nota Macintosh tölvur í þessa kennslu því þar fyrlgir mjög góður búnaður til tónlistar- og kvikmyndavinnu til að nota með krökkum á þessum aldri. Þá þarf engar snúrur og enga míkrafóna. Makkinn er mjög einfalt, en um leið rosalega öflugt kennslutæki.

Skólastjórinn fyrir austan treysti sér ekki til að ákveðja hvernig búnað ætti að nota í þetta og vísaði mér á sveitarstjórann. Þá fór ég fyrst að vera kvíðinn. Því rökin fyrir að velja Makkann fram yfir PC í svona kennslu eru fyrst og fremst kennslufræðileg (og náttúrulega efnahagsleg því viðhaldskostanður er ALLTAF minni hjá Makkanum) og ef skólastjórinn átti ekki að þrýsta á þá sem fara með peningamálin var ég hræddur um að ég fengi það ekki í gegn að fá Makka í skólann.

Þegar ég bar þetta upp við Sveitó sagði hann mér að sjá bara um að kaupa þennan búnað, gaf mér upp kennitölu sveitarfélgasins og bað mig barasta um að klára málið! Þannig að þetta fór nú vel. Ég er nú þegar byrjaður að líta á verð og úrval og svo fer ég bara í það eftir helgina að leita tilboða í:

tvær tölvur
tvö usb-hljómborð
tvo headphone-mixera
átta headphones
eina stafræna kvikmyndatökuvél.


Karl innkaupamaður
 
  Nýtt hjól
Hákon Karlsson fékk nýtt hjól í gær. Við leituðum að hjóli í Húsasmiðjunni og í Byko á Akranesi. Þar var ekki til hjól í hentugri stærð. Við hringdum í KB í Borgarnesi, þar eru ekki seld hjól. Það endaði því með því að við þurftum að leita suður til að fá hjól. Suður í Kópavogi fengum við flott hjól en það varð því miður að verða þar eftir, hjá ömmu Perlu, því það komst ekki í bílinn þegar öðruvísi en við felldum niður aftursætið. Við vorum með alla fjölskylduna með okkur svo í dag ætlum við aftur suður í Kópavog til að sækja hjólið.

Mér var að detta í hug að nýta ferðina og fara á völlinn með Hákoni. Sjá ÍA mæta HK í Kópavgi. Leikurinn verður á Kópavogsvelli en hann er í göngufæri/hjólafæri frá heimili ömmu Perlu.

Það er aldrei að vita hvað gerist!

Kalli
 
þriðjudagur, júní 8
  Kominn þriðjudagur
Það eru þrír dagar þangað til ég fer í sumarfrí. Það verður flutt austur í Reykholt núna í sumar. Það er enn ekki ljóst hvenær það getur orðið, en það verður alla vega fyrir 23. júlí.

Veðrið er búið að vera alveg meiriháttar gott á Akranesi þessa síðustu daga og hitinn alveg að kæfa okkur sem erum að vinna inni í skólanum. Heima gengur allt vel.

Þá er bara að halda því áfram.

Kv.
Kalli
 
laugardagur, júní 5
  Búið...
... að útskrifa 10. KH úr Grundaskóla. Þetta er nú meiri törnin. Við fórum suður í dag og ég geispaði og dottaði og svaf til skiptis. Sá samt leikinn. Hræðilegur varnarleikur hjá íslenska liðinu. En ég gat þó glatt mig yfir því að UMFB vann leik í dag með talsverðum yfirburðum. Ég sá það á Textavarpinu.

 
fimmtudagur, júní 3
  Afsakið...
... hvað ég skrifa lítið þessa dagana. Það er bara allt brjálað að gera fyrir útskriftina. Eftir hana fer ég aftur af stað!

Kalli
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]