Tilraunavefurinn
sunnudagur, febrúar 29
  Sundlaugin í Borgarnesi
Við ætlum að fara í sund í Borgarnes á eftir. Það er von á Atla bróður mínum og Jakobi syni hans. Vi ætlum saman og heimsækja svo frænda okkar í leiðinni og fjölskyldu hans. Nú sefur Perlan en svo verður hún klár í sundið og við brunum uppeftir.

Bless,
Kalli

Sykurmolarnir í tölvunni, gráa platan á íslensku. Mjög góð hljómsveit!
 
föstudagur, febrúar 27
  Fiðluleikarinn Hákon Karlsson
Í dag var opið hús í Tónlistarskóla Akraness. Þá máttu gestir kynna sér skólann og hljóðfærin sem þar er kennt á. Ég tók Hákon með mér í heimsókn. Hann mátaði sig við nokkur hljóðfæri: Trompet, selló, trommusett, fiðlu, píanó, harmóníku og rafmagnsgítar. Um þessa reynsu hafði hann þetta að segja:

"Skemmtilegasta hljóðfærið: Píanó
Flottasta hljóðfærið: Harmóníka
Ég fílaði best að spila á píanó og fiðlu
Ég fékk mest hrós frá kennaranum þegar ég var á fiðlunni.
Ég var með svo góða bogahönd, sérstaklega litla fingurinn."

Fiðlukennarinn heitir Skúli Ragnar Skúlason og hann er snilldarkennari. Hann er að gera þvílíkt flotta hluti með krökkum í skólanum að það hálfa væri samt flott. Og svo er Heiðrún vinkona mín með allt á fullu í lúðrasveitinni og ýmsu öðru bráðsniðugu. Ég held að þessi Tónlistarskóli sé bara mjög góður og heilmikið varið í aðferðir Lárusar skólastjóra. Þótt margt sé gamaldags fá þó þeir kennarar sem eru reiðubúnir að leggja út tilraunakennslu og breytingar allan hans stuðning, það veit ég.

Og við erum að spá alvarlega í að yfirgefa pleisið!
 
  Mugnea
Fyrst býð ég nýja lesendur velkomna. Ég held að Jón Óli og Hulda lesi núna.

Í gestabókinni er nú að finna ábendingar frænda míns um nafn á nýja barnið. Þær eru vel þegnar og færi ég þér, Guðmundur Magnús, hinar mestu þakkir fyrir þessar ágætu hugmyndir. Jú jú þú getur svo sem verið ágætur eða svona sæmilegur.... svoleiðis... svona stundum alla vega... eða þannig sko hérna sko ha... En hvað finnst þér um Mugnea, svona eins og Magnea sko? Er það ekki málið bara? Ha!

 
fimmtudagur, febrúar 26
  Öskudagsballið
Perla María var ljón.

Hákon vildi vera Drakúla en þegar mamma hans var búin að mála hann og stinga upp í hann tönnunum leist honum ekkert á sig og var bara kúreki eins og á grímuballinu hjá 1. bekk í haust. Svo var ball í Grundaskóla og mikið stuð. Um morguninn höfðu Hákon og Daði farið í fylgd mömmu Daða í búðirnar og sungið fyrir sælgæti.

Það er ekki von á barninu okkar fyrr en 13. mars. En Gréta er ekki nógu hress. Getur ekki hreyft sig mikið og er leið á því. Ég er farinn að hlakka mikið til fæðingarinnar. Þetta er að verða komið gott af óþægindum fyrir blessunina hana Grétu mína. Vonandi þarf hún ekki að bíða eftir barninu í marga daga í viðbót.

Meira seinna,
Kalli
 
miðvikudagur, febrúar 25
  Stóri hvellur
Nýja platan með hljómsveitinni Dr. Gunni er í tölvunni. Við fyrstu hlustun er sumt ÆÐISLEGT en ég er ekki eins hrifinn af þessu öllu og sumt finnst mér hreinlega leiðinlegt. Mest er ég hrifinn af laginu Á eyðieyju.

Ég var að koma úr fótbolta. Það var mjög gaman.

Hákon fékk vígalegar tennur í góminn í dag. Hann ætlar að vera Drakúla á ballinu á morgun. Við slepptum saltkjötinu í dag.

Gummi félagi minn seldi íbúðina sína í dag. Hún var mjög stutt á sölu og hann gat valið úr tilboðum og fór sáttur frá þessum viðskiptum. Kannski ég fari að huga að þessu sjálfur?
 
sunnudagur, febrúar 22
  Sunnudagsrúnturinn, sunnudagssteikin
Ókum austur fyrir fjall í dag. Enduðum á Selfossi í bollum og kræsingum. Dvöldum svo þar í góðu yfirlæti þar til búið var að gefa okkur sunnudagssteikina. Komum heim í tæka tíð svo Gréta gat séð Nikolaj og Julie. Ég hef líka gaman af þeim þáttum, ekki síst vegna þess hvað þeir eru eitthvað svo mikið danskir. Hugsunarháttur persónanna er eitthvað sem allir kannast við sem kynnst hafa Dönum, þótt þetta sé náttúrulega ýkt. Og svo tala þeir svo flott og taka svo skemmtilega til orða, t.d. Frank.

Perla María var ekkert að kippa sér upp við það þótt það væri hundur í heimsókn hjá ömmu Þóru og afa Gilla á Selfossi. Lét eins og hún væri alvön að umgangast slíkar skepnur. Þar var líka Ívan Ingi að heimsækja ömmu sína og afa. Þau skiptu sér ekki mikið hvort að öðru, kom annars bara vel saman.

Systkinin sofnuðu bæði í bílnum á leiðinni heim.

Ágætis byrjun með Sigur Rós er í spilaranum. Mjög mjög mjög góð plata!
 
  Vídeóklippingar
Ég er að dunda mér við að klippa saman myndir frá ferðalagi mínu og Björgvins til Þýskalands, Sviss og Ítalíu fyrir nokkrum árum. Þetta er mjög skemmtilegt og auðvelt í Makkanum.

Ég er að hlusta á disk með Fóstbræðrum. Það sem er lélegt er ógeðslega lélegt og það sem er gott er rosalega gott. Mér líkar einkar vel við tónlistina. Því þótt þetta sé grín skín svo í gegn músíktalentetið í Sigurjóni. Kommúnistaparið með baráttusöngvana, eightís-djókarnir og Helgi persónulegi trúbadorinn - tær snilld!
 
föstudagur, febrúar 20
  Kósíkvöld
Hákon vill hafa kósíkvöld í kvöld. Þá er fjölskyldan saman fyrir framan skjáinn (altari meðalmennskunnar, eins og Baldur Hafstað íslenskukennari í Kennó kallaði sjónvarpið) og borðar niðurskorið grænmeti eða sælgæti. Ég er að spá í að fara að drífa mig heim, skúra gólfin, kaupa stígvél á prinsinn í Axelsbúð og kaupa inn fyrir helgina.

Málfarshornið
Hér á Akranesi eru margir sem segja á helginni en ekki um helgina. Þessi notkun er almenn fyrir vestan. En þar frjósa menn enn úr kulda, hér frosna þeir. Ég kann ekki við það!

God weekend,
Kalli
 
fimmtudagur, febrúar 19
  Salómon svarti og Bjartur
Við Hákon erum að lesa bók sem er framhald af sögunni um bræðurna Fía og Fóa, hrútinn Salómon, Þorlák lögregluþjón og Skúla gamla í Smiðjubæ, Salómon svarti og Bjartur heitir bókin. Þessa bók gáfu Jón Skafti og Gréta Hákoni í afmælisgjöf. Salómon svarti er í miklu uppáhaldi þegar farið er vestur til afa og ömmu, svo þetta eru kunnuglegar persónur.

Perla María er alltaf jafnsæt og skemmtileg, nema þegar hún á að sofna á kvöldin.

Í vinnunni er aðeins að hægjast um, en það verður nú bara um stundarsakir. Ég tók próf í tónfræði í dag. ég fæ ekki tíu.

Talaði í símann við Ödda frænda minn áðan. Muggi pabbi hans fær afmæliskveðjur frá mér í dag, hann er 48 ára drengurinn sá.

Meira seinna,
Kalli
 
sunnudagur, febrúar 15
  Rjómi og makkarónukökur
Fyrst býð ég nýjan lesanda velkominn. Ingvi Sveinsson hlýtur að lesa þetta? Eða hvað????

Þau mættu á rauða jeppanum; Bensi og Anna hans, Hjördís og Birkir og amma Perla. Þetta verður stórt ár hjá Perlu Maríu og Gilla á Sólbakka. Börnin þrjú eiga öll von á erfingjum á árinu. Hjördís núna í febrúar, Gréta í mars og Bensi í september.

Ég þekki svona dæmi. Pabbi og fjögur systkini hans áttu börn 1973. Ég er eitt þeirra. Hin eru Rúnar, Ketill Már, Ragnhildur Helga og Steinunn Kristín. Við vorum fermd saman í Hólskirkju og haldin var sameiginleg fermingarveisla í Félagsheimilinu í Bolungavík. Ætli það endurtaki sig? Ég vona nú ekki. Ég var samt ekkert súr með þessa tilhögun í gamla daga. Um tíma vorum við öll saman í Grunnskólanum heima nema Steina og svo aftur í Mentaskólanum á Ísafirði. Svo urðum við Steina skólasystkin í Kennó.

Gréta tók fram gamlar kvikmyndir sem við höfðum tekið af krökkunum. M.a. voru þar myndir frá sumrinu þegar Perla María fæddist. Það var gaman að sjá þetta.

Jæja, vinnuvikunni er að ljúka, klukkan er 10 á sunnudegi. Þetta hefur verið strembin helgi. En nú fer að róast aftur, í smástund alla vega.
 
  Afmæli
Það koma gestir úr Kópavogi og Mosfellsbæ í dag til að hitta Grétu í tilefni afmælis hennar í fyrradag. Svo var hringt í gær og Hákoni boðið í afmæisveislu til bekkjarbróður síns.

Magnús Óskar er mættur og þeir frændurnir eru farnir að leika sér með sjóræningja og bófa.

Kalli
 
laugardagur, febrúar 14
  Vitnisburður
Búinn að vera við tölvuna og kennaraborðið til skiptis síðan klukkan 9 í morgun að fara yfir og færa inn einkunnir. Vitnisburðurinn byrjar á mánudaginn. Maður verður að vera klár í slaginn!

Já, svei mér þá!
 
föstudagur, febrúar 13
  Kagga
"Kagga"! segir hún í sífellu. Þá er verið að kalla á stóra bróður. Það gengur ekki nógu vel að segja Hákon. Gréta á afmæli í dag. Nú skrapp hún upp á fæðingardeild til að heimsækja gamla vinkonu, Herdísi. Hún býr á Kjalarnesi og átti stelpu hérna á Skaganum um daginn. Svo er ég að fara á fund á eftir og verð að vinna alla helgina. Það er nefnilega það.

Í dag hrósa ég frænda mínum, Erni Elíasi. Ég er að hlusta á plötuna hans. Hún er mjög skemmtileg, eins og hann sjálfur og Papamug
 
fimmtudagur, febrúar 12
  Bókasafnið
Við feðginin skelltum okkur á bókasafnið rétt fyrir kvöldmat. Hún spriklaði þar um allt eins og hún ætti heima þar. Sótti sér svo nokkrar bækur, settist við borð og fór að skoða. Ég tók bækur að láni til að lesa fyrir Hákon og 2 geisladiska með lögum sem mig langar til að heyra, Ennþá til sölu með Bítlavinafélaginu og Minimania með Guðjóni Rúdólf.
 
  Trítill
Vá maður ég gleymdi alveg að segja frá þessu:

Þegar ég var 18 ára samdi ég lag og texta í félagi við vin minn og núverandi samkennara, Gunnar Sturlu. Lagið er rosalega grípandi og hefur svolítið sniðugan texta. Þetta varð algjör hittari í okkar vinahópi og fór fljótt víðar, t.d. uðrum við varir við í gamla daga að ákveðnir hópar í öðrum framhaldsskólum en þeim sem við þekktum fólk í söng þetta á ferðalögum og í partíum. Við spiluðum þetta lag og sungum hvað eftir annað, bæði einir og sér, tveir saman og með hljómsveitinni okkkar, Abbababb. Þegar Abbababb gerði svo plötu vorum við orðnir svo leiðir á þessu lagi að okkur tókst ekki með nokkru móti að glæða það því lífi sem það átti skilið. Því var það að þekktasta og vinsælasta Abbababb-lagið fór aldrei á plötuna. En svo gerðist það í sumar að við vorum beðnir um leyfi fyrir því að þetta lag færi loksins á plötu. Það er plata sem fótboltafélagið Þróttur lét gera. Við gáfum leyfi okkar fyrir því og töldum að laun okkar fyrir geiðann yrði ánægjan sem við hefðum af því að heyra útsetningu Jóns Ólafssonar á laginu og flutning hans og annarra góðra hljóðfæraleikara á því. En hvað gerist svo ekki? Við fengum hvor sína 11.656 króna ávísunina frá STEFi. !!!

Lifi Þróttur!!!!!!
 
  Dreifing einkunna, meðaltöl, miðgildi og tíðasta gildi
Það er verið að fara yfir próf núna, færa inn einkunnir og reikna þetta saman fyrir vitnisburð og foreldraviðtöl. Nóg um að vera.

Mamma var í heimsókn hjá okkur. Gisti hjá okkur í tvær nætur, hélt okkur uppi og keypti það sem henni fannst vanta utan á heimilismennina. Takk fyrir okkur mamma mín.

Hákon er mjög duglegur í skólanum. Við vorum í foreldraviðtali í Brekkubæjarskóla í gær og hann fær jákvæðan vitnisburð drengurinn sá. Við skulum bara krossa fingurna og vona að þannig verði það áfram. Neikvæðir straumar í garð skólans sem maður gengur í eða námsins sem manni er ætlað að stunda geta verið erfið viðfangs og haft leiðinlega áhrif á líðan barnanna og þroska. Hef séð þetta sko. Annars eru krakkarnir mínir (nemendurnir sko) alveg meiriháttar gott fólk. Ég kenni í þremur bekkjum og í þeim öllum ríkir jákvæður andi og flott viðhorf til náms og skólans.

Meira seinna.

Kalli
 
fimmtudagur, febrúar 5
  Snjór - jibbí!!!!
Loksins snjór

Hákon og Daði voru úti í allan dag, skilst mér. Það snjóaði langt fram eftir degi.
 
miðvikudagur, febrúar 4
  Skróparinnn
Ég skrópaði í Tónlistarskólann í dag. Hálfslappur og mikið gera í vinnunni.

Gréta fór í saumaklúbb suður í Mosó. Það gekk óvenjufljótt að svæfa liðið. PM sofnaði næstum strax. Ég er búinn að tala bæði við pabba gamla og stóra bróður í kvöld. Allir hressir.

Hákon fór til Kristjáns bekkjarbróður síns eftir skóla í dag. Kristján á heima svolítið langt frá okkur þannig ða þeir leika sér ekki mikið saman, en þeir eru mikið saman í skólanum og ná víst einkar vel saman. Kristján er náfrændi Grétu fóstru minnar hérna í Heiðargerðinu, bróðursonur Eyþórs kokks, kóngsins sem ekur BMW með númerinu EK 1 (Segir það einhverjum eitthvað?)

Ég ætla að tilnefna afreksmann dagsins. Það er Borghildur vinnufélagi minn. Hún er frábær.
 
þriðjudagur, febrúar 3
  Jeg har travlt!
Nóg að gera þessa dagana.

Það koma þrjú svona tímabil á hverjum vetri í mínu starfi. Nú eru nemendur í prófum. Ég er að setja saman próf, sitja yfir þeim, fara yfir þau, skoða niðurstöðurnar, skrá vitnisburðinn og undirbúa foreldraviðtöl. Þetta eru 12 -18 tímar alla daga í tvær vikur. Yfirleitt er svo rólegra strax á eftir.

Nú er ég hins vegar, mitt í öllu þessu, að ganga frá blaðagrein sem mun birtast í næsta tölublaði Skólavörðunnar (fagtímarit íslenskra kennara). Ég hef gert þetta áður og finnst þetta ofboðlega skemmtilegt. Væri til í að skrifa meira (ef ég fengi almennilega borgað fyrir það!!!).

Kalli
 
mánudagur, febrúar 2
  Veikindi
Gréta liggur með flensu og Perla María er með leiðinlega díla kroppnum. Gulla dagmamma heldur að hún sé að fá hlaupabóluna. Það var stelpa með henni í þeirri vist sem var með hlaupabólu í síðasta mánuði. Við sjáum hvað setur. Hákon er frískur og ég er hress - svoleiðis.

Kalli
 
sunnudagur, febrúar 1
  Hljómsveitir
Þær sem ég man eftir eru:

PKR
Pétur Pé, ég og Róbert Stjána straums og Regínu þegar við vorum 10 ára.

H4
14 ára með Ingólfi, Hjálmari, Ella Ketils, Halli Halls og Ara Hólmsteins

Gr..... gítarnaglarnir
dúett með Hemma pulsu

And then tey were two and Kalli Hallgrímsson
ég og tveir gítaristar frá Newcastle í Englandi - spiluðum 5 sinnum - Akureyri, Keflavík, Selfossi og Súðavík

Stella and the heartbreakers
Bekkjarbræður í MÍ 1989-1990 Hemmi Snorra, Siggi Sam, Eiríkur Sverrir, Ragnar Torfi og ég

Pick-ís
Rokksveit úr FVA

Abbababb
skólahljómsveit úr FVA

K-Y
Rokkband á Ísafirði

Kvöldvaktin
kráartríó sem spilaði bara tvö gigg á Ísafirði en æfði slatta - ég, Maggi Hávarðar og Hannes Baldursson

Eyrnakonfekt
Dúettinn okkar Bjögga átti kannski að heita þetta eða bara Konfekt. létum nöfn okkar samt duga

Sirius konsúm
Skólaband í Kennó þegar ég var á 3. ári. Spilaði fyrst rétt fyrir jól eins og nafnið gefur til kynna

Víkurbandið
með Gumma Ó, Hjalla, Hannesi og Magga Háv.

Grænjaxlar
lék í leikriti FVA

 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

 • Gréta mín
 • Myndasíða fjölskyldunnar
 • Víkari.is
 • Bæjarins besta
 • Heiðrún Hámundar
 • Kristján Jóns
 • Baggalútur
 • Palli Skúla
 • Sælands
 • Mandolin Symposium
 • Mugison
 • Lög og textar á íslensku
 • Lög og textar á útlensku
 • Bolungavík
 • Kriss Rokk
 • Naustaskóli

  Powered by Blogger

  Gerast áskrifandi að
  Færslur [Atom]