Tilraunavefurinn
þriðjudagur, júlí 21
  Stofutónleikar á fimmtudaginn
Við Inga Vagns ætlum að halda tónleika í stofunni hjá henni á fimmtudagskvöldið. Tónleikarnir eru bara auglýstir hér og á Facebook. Ég ætla að syngja og spila frumsamið stöff einn og óstuddur. Ekkert grín, lítið stuð. Nú er mér alvara. Fyrir þá sem ekki vita á Inga Vagns heima í húsi númer 11 við Holtastíg í Bolungavík. Mér finnst tilvalið að halda þessa tónleika þar því Bolungavík kemur vissulega við sögu í einhverjum textanna. Vonandi held ég svo aðra tónleika seinna í öðrum bæjum.

Allir sem áhuga hafa á að heyra það sem ég hef verið að setja saman eru velkomnir til Ingu klukkan 21 fimmdudaginn 23. júlí. Ókeypis aðgangur.
 
fimmtudagur, júlí 16
  Hver er Víkarinn?
Hitti Víkara í heita pottinum í dag. Ég þekki hann ekki neitt. En hann hefur svo gríðarlega sterkt ættarmót að það leynir sér ekki hverra mann hann er. Ég heilsaði honum með þeim orðum að ég sæi á honum að hann væri sonur ... (svo nefndi ég nafn föður hans). Svona er maður orðinn útsmoginn til að geta notað sér fólk í þennan leik hérna á síðunni!

Hann er töluvert eldri en ég. Alla vega nógu mikið eldri en ég til þess að við munum ekkert hvor eftir öðrum í Víkinni. Ég hef oft, í þessum leik, spurt um ættingja hans og tveir af virkustu þátttakendunum í leiknum, Elmar Ernir og Erla Kristins, eru náskyld honum þessum. Hann á nokkur systkini sem eru bæði eldri og yngri en hann. Ekkert þeirra býr í Bolungavík. Hann ólst upp á Holtum, ekki langt frá þeim stað þar sem ég er alinn upp sjálfur.

Hver er Víkarinn?
 
þriðjudagur, júlí 14
  Skorað á DO
Frændi minn, Hjálmar Þorbergsson frá Bolungavík, sendi mér á Facebook, boð um að taka þátt í því að skora á Davíð Oddsson um að snúa aftur í stjórnmálin. Jahá! Ætli ég sitji ekki hjá?
 
  Elmar flytur
Hér er frétt sem birtist nú sennilega ekki í DV, en er skemmtileg samt.
 
þriðjudagur, júlí 7
  Hver er Víkarinn?
Fyrir nokkru fór ég, einu sinni sem oftar, á Græna hattinn, tónleikastaðinn frábæra á Akureyri. Nema hvað, í þessari tilteknu tónleikaferð fór ég til að sjá og heyra hljómsveitina B.Sig. Þar er innanborðs Börkur Hrafn, Skagamaður sem ég kannast aðeins við frá fyrri tíð, auk annarra skrambi flinkra hljóðfæraleikara. Þ.m.t. B. Sig sjálfur, sem leikur listavel á munnhörpu. Ég var ekki einn, því þarna var annar Bolvíkingur.

Hann er fyrrverandi nemandi minn í Grunnskóla Bolungavíkur, en þó ekki úr umsjónarbekknum mínum. Hann er íþróttamaður. Hefur staðið í fremstu röð á landsvísu í sinni grein. Hann er útlærður í iðn og hefur unnið í faginu á Vestfjörðum, þar sem hann lærði. Hann er í miðið í hópi systkina. Hver er Víkarinn?
 
miðvikudagur, júlí 1
  Hver er Víkarinn? (Þriðja vísbending)
Jæja, þetta gengur illa. Það koma ekki einu sinni tilgátur!

En áfram með smjörið. Bolvíkingurinn sem ég spyr ykkur um átti langömmu sem hét því fallega nafni Dagbjört Guðrún. Hún dó ári áður en hann fæddist. En sjálfur var hann svo bekkjarbróðir konu sem allir Víkarar þekkja og heitir Guðrún Dagbjört. Þau eiga afmæli í sama mánuðinum. Hún er bara fimm dögum eldri en hann.

Dagbjört Guðrún átti son, sá er föðurafi Víkarans sem hér er spurt um, og nafni hans.

Víkarinn okkar á enga systur en á æskuheimili hans í Bolungavík bjó þó önnur kona en móðir hans.

Hver er Víkarinn?
 
Fréttir af mér og fólkinu mínu

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Akureyri

Bolvíkingur að heiman.

Söfn
08/01/2003 - 09/01/2003 / 09/01/2003 - 10/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 07/01/2007 - 08/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 07/01/2008 - 08/01/2008 / 08/01/2008 - 09/01/2008 / 09/01/2008 - 10/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 11/01/2008 - 12/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 / 01/01/2009 - 02/01/2009 / 02/01/2009 - 03/01/2009 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 05/01/2009 - 06/01/2009 / 06/01/2009 - 07/01/2009 / 07/01/2009 - 08/01/2009 / 08/01/2009 - 09/01/2009 / 09/01/2009 - 10/01/2009 / 10/01/2009 - 11/01/2009 / 11/01/2009 - 12/01/2009 / 12/01/2009 - 01/01/2010 / 01/01/2010 - 02/01/2010 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 04/01/2010 - 05/01/2010 / 05/01/2010 - 06/01/2010 / 06/01/2010 - 07/01/2010 / 07/01/2010 - 08/01/2010 / 08/01/2010 - 09/01/2010 / 09/01/2010 - 10/01/2010 / 10/01/2010 - 11/01/2010 / 01/01/2011 - 02/01/2011 / 03/01/2011 - 04/01/2011 / 04/01/2011 - 05/01/2011 / 05/01/2011 - 06/01/2011 / 06/01/2011 - 07/01/2011 / 07/01/2011 - 08/01/2011 / 08/01/2011 - 09/01/2011 / 02/01/2012 - 03/01/2012 / 07/01/2012 - 08/01/2012 / 01/01/2013 - 02/01/2013 / 02/01/2013 - 03/01/2013 / 05/01/2013 - 06/01/2013 / 09/01/2013 - 10/01/2013 / 06/01/2014 - 07/01/2014 / 07/01/2014 - 08/01/2014 / 09/01/2014 - 10/01/2014 / 10/01/2014 - 11/01/2014 / 11/01/2014 - 12/01/2014 / 02/01/2015 - 03/01/2015 / 07/01/2015 - 08/01/2015 / 10/01/2015 - 11/01/2015 / 12/01/2015 - 01/01/2016 / 09/01/2017 - 10/01/2017 / 10/01/2017 - 11/01/2017 /

  • Gréta mín
  • Myndasíða fjölskyldunnar
  • Víkari.is
  • Bæjarins besta
  • Heiðrún Hámundar
  • Kristján Jóns
  • Baggalútur
  • Palli Skúla
  • Sælands
  • Mandolin Symposium
  • Mugison
  • Lög og textar á íslensku
  • Lög og textar á útlensku
  • Bolungavík
  • Kriss Rokk
  • Naustaskóli

    Powered by Blogger

    Gerast áskrifandi að
    Færslur [Atom]