Kommon!
Pabbi örvhents stráks, sem spilaði handbolta með mér í Bolungavík. Þessi Bolvíkingur á reyndar eitt annað barn. Það býr ekki lengur í Bolungavík.
Þessi Víkari er sem sagt ágætur músíkant, leikur örvhent á gítar og hefur fallega söngrödd. Ég man að í eitt af fyrstu skiptunum sem ég kom fram á Ísafirði sem söngvari og gítarleikari, 15 ára, þátttakandi í söngvarakeppni sem BG-flokkurinn stóð fyrir í Sjallanum, kom til mín kona sem ég þekkti ekki neitt og sagði mér að flutningur minn og framkoma hefði minnt hana á vin hennar sem hún hafði starfað með í Litla leikklúbbnum nokkrum árum áður. Hún var að tala um þennan Víkara sem ég spyr um nú.
Fyrir nokkrum árum var í Tónlistarskóla Bolungavíkur fallegt hljóðfæri sem stóð til skrauts fyrir framan andyrið á Skólastígnum. Það var súsafónn, mikið horn sem nær eiginlega umhverfis þann sem leikur á það. Mér var sagt að þetta hljóðfæri hefði verið notað í lúðrasveit sem hefði verið starfrækt einhverntíma á árum áður og að þessi Bolvíkingur sem ég spyr nú um hefði leikið á súsafóninn í þeirri lúðrasveit.
Hann er næstyngstur í hópi systkina. Aðeins eitt þeirra býr í Bolungavík í dag. Meðal skyldmenna hans í Víkinni eru Högni á Ósi og Árni á Ósi.
Hver er Víkarinn?
Lýsingin á syninum gæti passað við Albert Jóns, þannig ég giska á pabba hans. Hann vann í Einarsbúð að mig minnir, en ekki man ég eftir honum sem tónlistarmanni. Svo veit ég að Albert spilar á gítar, og gott ef hann er ekki örvhentur.
SvaraEyðaKv. Elmar Ernir
Nei. Ekki er þetta Jón Albert.
SvaraEyðaÞetta er Júlli frændi,er það ekki?
SvaraEyðaAtli
Mikið var ;)
SvaraEyðamamma
Sko, Atla. Jú, þetta er auðvitað Júlíus Hraunberg, föðurbróðir okkar. Hann hefur nú reyndar lítið sést í Bolungavík undanfarna áratugi, en hann er nú Víkari fyrir því.
SvaraEyðaSonurinn er Kristján Júl og svo á hann líka Ketil Má, jafnaldra minn. Júlli er enn að spila og syngja. Hann býr á Siglufirði og þangað heimsótti ég hann um (á - fyrir mömmu) síðustu helgi.
Vá hvað ég er fegin að það er komið svar. Búin að hugsa mikið um hver þessi víkari er og hafði enga hugmynd um það.
SvaraEyðaKv.Anna Svandís
Heyrðu. Stjáni minn er ekki örvhentur og spilar ekki á gítar. Það er Ketill sem spilar á gítar, en hann er ekki heldur örvhentur, svo það dæmist víst bara á mig.
SvaraEyðaKv.
Júlli
Gleymdi að þakka þér fyrir heimsóknina. Alltaf velkomninn á Hólaveginn ef þú átt leið um nafla alheimsins aftur.
SvaraEyðaJHK