þriðjudagur, febrúar 17

Hver er Víkarinn? (Þriðja vísbending)

Kommon!
Pabbi örvhents stráks, sem spilaði handbolta með mér í Bolungavík. Þessi Bolvíkingur á reyndar eitt annað barn. Það býr ekki lengur í Bolungavík.

Þessi Víkari er sem sagt ágætur músíkant, leikur örvhent á gítar og hefur fallega söngrödd. Ég man að í eitt af fyrstu skiptunum sem ég kom fram á Ísafirði sem söngvari og gítarleikari, 15 ára, þátttakandi í söngvarakeppni sem BG-flokkurinn stóð fyrir í Sjallanum, kom til mín kona sem ég þekkti ekki neitt og sagði mér að flutningur minn og framkoma hefði minnt hana á vin hennar sem hún hafði starfað með í Litla leikklúbbnum nokkrum árum áður. Hún var að tala um þennan Víkara sem ég spyr um nú.

Fyrir nokkrum árum var í Tónlistarskóla Bolungavíkur fallegt hljóðfæri sem stóð til skrauts fyrir framan andyrið á Skólastígnum. Það var súsafónn, mikið horn sem nær eiginlega umhverfis þann sem leikur á það. Mér var sagt að þetta hljóðfæri hefði verið notað í lúðrasveit sem hefði verið starfrækt einhverntíma á árum áður og að þessi Bolvíkingur sem ég spyr nú um hefði leikið á súsafóninn í þeirri lúðrasveit.

Hann er næstyngstur í hópi systkina. Aðeins eitt þeirra býr í Bolungavík í dag. Meðal skyldmenna hans í Víkinni eru Högni á Ósi og Árni á Ósi.

Hver er Víkarinn?

8 ummæli:

  1. Nafnlaus8:59 f.h.

    Lýsingin á syninum gæti passað við Albert Jóns, þannig ég giska á pabba hans. Hann vann í Einarsbúð að mig minnir, en ekki man ég eftir honum sem tónlistarmanni. Svo veit ég að Albert spilar á gítar, og gott ef hann er ekki örvhentur.

    Kv. Elmar Ernir

    SvaraEyða
  2. Nei. Ekki er þetta Jón Albert.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:02 e.h.

    Þetta er Júlli frændi,er það ekki?

    Atli

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus10:16 e.h.

    Mikið var ;)
    mamma

    SvaraEyða
  5. Sko, Atla. Jú, þetta er auðvitað Júlíus Hraunberg, föðurbróðir okkar. Hann hefur nú reyndar lítið sést í Bolungavík undanfarna áratugi, en hann er nú Víkari fyrir því.

    Sonurinn er Kristján Júl og svo á hann líka Ketil Má, jafnaldra minn. Júlli er enn að spila og syngja. Hann býr á Siglufirði og þangað heimsótti ég hann um (á - fyrir mömmu) síðustu helgi.

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus9:02 f.h.

    Vá hvað ég er fegin að það er komið svar. Búin að hugsa mikið um hver þessi víkari er og hafði enga hugmynd um það.
    Kv.Anna Svandís

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus12:07 f.h.

    Heyrðu. Stjáni minn er ekki örvhentur og spilar ekki á gítar. Það er Ketill sem spilar á gítar, en hann er ekki heldur örvhentur, svo það dæmist víst bara á mig.
    Kv.
    Júlli

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus12:09 f.h.

    Gleymdi að þakka þér fyrir heimsóknina. Alltaf velkomninn á Hólaveginn ef þú átt leið um nafla alheimsins aftur.
    JHK

    SvaraEyða