Ég hef líka, og það þykir mér stórmerkilgt, mætt svolitlum hroka hjá öðrum tónlistarmönnum sem eru að fást við svipaða tónlist og er á plötunni minni og ég hef verið að leika á tónleikum. En ég sé í gegnum það. Þetta er einfaldlega öfund.
Ég hef tekið þátt í sameiginlegum tónleikum þar sem mér hefur tekist betur en flestum hinna listamannanna að hrífa áhorfendur. Þá skynja ég einhverskonar tortryggni meðal kolleganna í minn garð. Ég finn fyrir öfund þeirra í minn garð vegna þess hve textarnir mínir eru góðir og hversu laginn ég er að ná til áheyrenda á tónleikum. En þar fattar fólk ekki að ég er alls enginn byrjandi í faginu þótt það þekki mig fáir og ég hafi litla reynslu af því að flytja mína eigin tónlist og texta. Reynslan af pöbbnum er mikils virði og sömuleiðis kennslureynslan, kórstarfið, sveitaböllin og allt hitt, stórt og smátt. Ég er með mikla og fjölþætta reynslu af því að koma fram fyrir fólk.
Þeir sem hafa unnið með mér hafa aftur á móti komið afar fallega fram við mig og tekið mér fagnandi inn í bransann. Og auðvitað hef ég líka orðið var við hið mikla bræðralag sem einkennir bransann. Hrokaliðið er færra og það er yfirleitt bara fólk úr neðri deildunum, ef svo má segja.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli