Á Siglufirði hitti ég gamlan Víkara. Við sátum saman og horfðum á leik BÍ/Bolungavíkur og KS/Leifurs. Hann var þarna staddur á Pæjumótinu með dætrum sínum sem leika með Reykjavíkur-Þrótti. Við vorum ágætlega kunnugir þótt hann hafi flutt frá Bolungavík þegar ég var bara 7 ára. Við áttum eftir að hittast oft eftir það og skemmta okkur saman og svoleiðis. Þetta er skarpur og skemmtilegur strákur. Síðustu 20 árin höfum við lítið sést nema bara á förnum vegi á nokkurra ára fresti. Hann lagði stund á golf og það er eins og mig minni að hann hafi líka teflt en annars var hann nú ekki mikið í sportinu. En þótt hann væri ekki mikið í sporti er hann þekktur af þátttöku í keppi og í einni slíkri vorum við saman í liði fyrir 21 ári.
Hver er Víkarinn?
Er þetta Eiríkur vinur hans Hemma Jóns?
SvaraEyðaKveðja
Raggi Ingvars
Nei, Raggi. En þeir Eiríkur Gumma Simm og þessi Víkari þekkjast vel og við töluðum einmitt um bækurnar hans Eiríks í gær. Og við töluðum líka um að Víkarinn hafði hitt Hemma frænda þinn á dögunum.
SvaraEyðaÞannig að þett er góð ágiskun Raggi, en bara ekki rétt.