Hann sagði mér þessi Víkari að hann ætti fáa ættingja heima. En þó væri Helga Guðmundsdóttir, amma Ragnhildar frænku minnar, frænka sín. En hún er náttúrulega frá Blesastöðum á Skeiðum.
Þegar hann bjó í Víkinni bjó hann miðja vegu milli heimilis míns og skólans og fyrsta veturinn minn í skóla kom það oft fyrir að ég kæmi við hjá honum og við fylgdumst svo að í skólann.
Löngu síðar fór ég í ökuferð með honum á Bjöllu sem hann átti og hef aldrei orðið jafnhræddur í bíl því hann tók sénsinn á að það væri enginn bíll að aka upp eða niður Skólastíginn og ók þvert yfir hann án þess að líta til hægri eða vinstri á gatnamótunum við Völusteinsstrætið. Þá hefði hann getað drepið sig og mig, Kristján Ágúst og Gest Þór. Í dag tæki hann aldrei slíka sénsa, enda ábyrgur og traustur maður sem færi aldrei að gerast brotlegur við lögin af því hann þekkir lögreglustjórann í Reykjavík persónulega.
Hver er Víkarinn?
Hlynur Kristjónsson sagði Hannes Már á Facebook. En það er ekki rétt hjá honum.
SvaraEyðaRaggi Ingvars svaraði á Facebook. Þar skrifaði ég eftirfarandi:
SvaraEyðaRaggi hefur ratað á rétta svarið! Jú, ég hitti Jón Yngva Jóhannsson á Siglufirði. Hann bjó í Víkinni frá ´76 - ´80 sagði hann mér. Svo var hann náttúrulega næstu árin á Ísafirði. Þetta var vel af sér vikið Raggi.
Hver er Jón Yngvi Jóhannsson? Hvar bjó hann í Bolungavík?
SvaraEyðaJón Yngvi er árinu eldri en ég og þegar hann bjó í Víkinni átti hann heimili að Vitastíg 8. Mamma hans, Valgerður, er kennari. Uppeldisbróðir Jóns Yngva var kallaður Óli og er á svipuðum aldri. Valgerður og Jón Yngvi fluttu svo á Ísafjörð og bjuggu upp á Hjallavegi. Við vorum skólabræður í MÍ og vorum saman í ræðuliðinu þegar ég var á fyrsta ári. Þeir Kristján Ágúst voru mátar og ég var svolítið með þeim þennan fyrsta vetur minn í MÍ og hitti Jón Yngva líka stundum eftir að hann var fluttur suður og farinn í MH. Þá bjó hann um tíma í Þverholti þar sem margt ungt fólk bjó saman, m.a. Kobbi Flosa og Hulda mamma Tinnu og Heiðrúnar Jónsdætra. Jón Yngvi var í liði Reykjavíkur í Útsvari sl. vetur. Hér er mynd af manninum: http://www.skriduklaustur.is/ljosmyndir/jonyngvi1.jpg
SvaraEyðaErtu að fatta?
Jebb, ég er að fatta :) Ég man samt ekkert eftir honum nema úr Útsvari í vetur.
SvaraEyða