laugardagur, desember 5

Hver er Víkarinn?

Þennan Víkara hitti ég í Þjóðleikhúsinu í síðasta mánuði. Hann býr í Reykjavík. Þar hefur hann búið í rúman áratug. Í mörg ár þar á undan bjó hann og starfaði á stað þar sem hann veitti þjónusu fólki frá hinum ýmsu byggðum landsins. Meðal þeirra Bolvíkinga sem hjá honum voru um tíma er Reimar á Hreggnasanum. Ég veit að þeim kom ákaflega vel saman.

Hann á ekki marga nákomna ættingja í Víkinni, þ.e. fólk sem tengist honum blóðböndum, en fáeina bolvíska ættingja á hann sem eru svolítið minna skyldir honum. Þeirra á meðal er ég sjálfur.

Nú á unga fólkið ekki séns!

Hver er Víkarinn?

3 ummæli:

  1. Nafnlaus12:36 e.h.

    Þessi er létta.
    mamma.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:37 e.h.

    Sorrý, einu -a- ofaukið.
    KH

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus10:23 e.h.

    Ég hef það en ætla að bíða!

    Atli

    SvaraEyða