laugardagur, nóvember 14

Hver er Víkarinn (önnur vísbending)?

Já, þessi er erfiður. Enda hefur hann aldrei átt heimili í Bolungavík. Hvað varðar skyldleika þessa Víkara við þá sem ég nefni í vísbendingunni á undan verður að viðurkennast að hann er ekki svo mikill, nema við einn karlinn, þeir eru systkinabörn. Hinum er hann eitthvað minna skyldur.

Þegar hann var langur og mjór unglingur tók hann upp á ákaflega sérstakri en klassískri hárgreiðslu og hún fylgdi honum langt, langt fram á fullorðinsár. Á unglingsárunum var hann í miklum metum hjá æskuvini mínum, sem er frændi hans, fyrir afrek hans á sviði tveggja vinsælla íþróttagreina. Af þeim fengum við stundum fréttir og þegar fram liðu stundir gat maður stöku sinnum séð honum bregða fyrir í íþróttaþætti Sjónvarpsins. Vinur minn kallaði þennan frænda sinn aldrei báðum nöfnunum sem hann ber, heldur nefndi hann gælunafn hans og skeytti svo „frændi" aftan við það.

Hver er Víkarinn?

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:57 e.h.

    Ég ætla að skjóta á Hilmar Garðar
    frænda Einars og Halla.

    Atli

    SvaraEyða
  2. Himmi frændi var það. Með sítt og sléttgreitt hárið fram á ennið, stundum skipt í miðju. Rétt hjá þér Atli.

    Hilmar og Halli og Einar Pé eru systkinabörn, já og Einar Ben líka og Kristján Jóns og fleiri og fleiri. Þau eru svo líka systkinabörn Hilmar og Beta Mæja og Beta á Sólbergi og fleiri og fleiri.

    Við hittumst á handboltaleik, Akureyri - Stjarnan. Hann situr í stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar. Við spjölluðum aðeins saman - en ég er ekki viss um að hann hafi verið með það á hreinu hver ég væri.

    SvaraEyða