fimmtudagur, júlí 16

Hver er Víkarinn?

Hitti Víkara í heita pottinum í dag. Ég þekki hann ekki neitt. En hann hefur svo gríðarlega sterkt ættarmót að það leynir sér ekki hverra mann hann er. Ég heilsaði honum með þeim orðum að ég sæi á honum að hann væri sonur ... (svo nefndi ég nafn föður hans). Svona er maður orðinn útsmoginn til að geta notað sér fólk í þennan leik hérna á síðunni!

Hann er töluvert eldri en ég. Alla vega nógu mikið eldri en ég til þess að við munum ekkert hvor eftir öðrum í Víkinni. Ég hef oft, í þessum leik, spurt um ættingja hans og tveir af virkustu þátttakendunum í leiknum, Elmar Ernir og Erla Kristins, eru náskyld honum þessum. Hann á nokkur systkini sem eru bæði eldri og yngri en hann. Ekkert þeirra býr í Bolungavík. Hann ólst upp á Holtum, ekki langt frá þeim stað þar sem ég er alinn upp sjálfur.

Hver er Víkarinn?

7 ummæli:

  1. Nafnlaus8:21 e.h.

    Held ég sé með þetta en vill bíða aðeins
    Stína Halldórs

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:38 e.h.

    Er þetta Guðmundur Þórarinn sonur Jóns Eggerts?

    Kv. Elmar Ernir

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:11 e.h.

    Það held ég.
    Stína

    SvaraEyða
  4. Já, rétt.
    Býsna líkur föður sínum í útliti.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus10:36 f.h.

    Það hlaut að vera.. Það sést langar leiðir hvers son hann er.

    Kv. Elmar Ernir

    SvaraEyða
  6. Ekki man ég eftir honum Guðmundi Þórarni.

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus12:36 e.h.

    Halldóra mín! Hann er fæddur 1961 og líklega farinn að heiman þegar þú fæðist eða alltaf verið á sjó !!
    mamma ykkar

    SvaraEyða