Hitti Víkara í heita pottinum í dag. Ég þekki hann ekki neitt. En hann hefur svo gríðarlega sterkt ættarmót að það leynir sér ekki hverra mann hann er. Ég heilsaði honum með þeim orðum að ég sæi á honum að hann væri sonur ... (svo nefndi ég nafn föður hans). Svona er maður orðinn útsmoginn til að geta notað sér fólk í þennan leik hérna á síðunni!
Hann er töluvert eldri en ég. Alla vega nógu mikið eldri en ég til þess að við munum ekkert hvor eftir öðrum í Víkinni. Ég hef oft, í þessum leik, spurt um ættingja hans og tveir af virkustu þátttakendunum í leiknum, Elmar Ernir og Erla Kristins, eru náskyld honum þessum. Hann á nokkur systkini sem eru bæði eldri og yngri en hann. Ekkert þeirra býr í Bolungavík. Hann ólst upp á Holtum, ekki langt frá þeim stað þar sem ég er alinn upp sjálfur.
Hver er Víkarinn?
Held ég sé með þetta en vill bíða aðeins
SvaraEyðaStína Halldórs
Er þetta Guðmundur Þórarinn sonur Jóns Eggerts?
SvaraEyðaKv. Elmar Ernir
Það held ég.
SvaraEyðaStína
Já, rétt.
SvaraEyðaBýsna líkur föður sínum í útliti.
Það hlaut að vera.. Það sést langar leiðir hvers son hann er.
SvaraEyðaKv. Elmar Ernir
Ekki man ég eftir honum Guðmundi Þórarni.
SvaraEyðaHalldóra mín! Hann er fæddur 1961 og líklega farinn að heiman þegar þú fæðist eða alltaf verið á sjó !!
SvaraEyðamamma ykkar