miðvikudagur, apríl 1

Hver er Víkarinn?

Þennan Víkara hitti ég þar sem ég var á hljómsveitaræfingunni í Reykjavík á sunnudagskvöldið. Við æfðum í húsnæði þar sem nokkrir listamenn hafa vinnuaðstöðu. Hljómsveitir niðri, hönnuðir uppi. Þangað átti hann sem sagt erindi. Hann gaf sér tíma til að hlusta á nokkur lög og var óspar á holl og góð ráð varðandi raddbeitingu og sviðsframkomu. Kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Við höfum lítið haft saman að sælda í gegnum tíðina. En einhverntíma lágu leiðir okkar þó saman í frístundaiðju. Hann gat verið hinn mesti gleðigjafi og sprelligosi er hann sjálfsagt enn.

Hver er Víkarinn?

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:24 e.h.

    Flutti fjölskylda hans snemma í burtu, svona um 1960?
    Mamma

    SvaraEyða