þriðjudagur, mars 31

Hver er Víkarinn (önnur vísbending?

Já, hann er frændi systkinanna á Miðdal. Hann er líka frændi Sigrúnar Pálma og Möggu Gunnars.
Þegar ég var í stjórn knattspyrnudeildar UMFB fyrir nokkrum árum var hann í stjórn annars félags sem við sendum lið til að leika gegn á Íslandsmótinu í þriðja flokki. Það er blár litur í merki og aðalbúningi þess félags.
Ég man aldrei eftir að hafa komið á heimili foreldra hans í Víkinni, en Atli bróðir minn kom þar alveg örugglega nokkrum sinnum til að leika sér eða drekka mjólk og borða kex.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus11:29 e.h.

    Þetta er annað hvort Jói eða Ingi Hauks.Já og ég kom oft heim til Guðna þegar ég var yngri.

    Atli

    SvaraEyða
  2. Sko kallinn!
    Ingi Hauks.

    SvaraEyða