Spariskórnir glansa
(2009) lag & texti: Karl Hallgrímsson
Berst með Toyotu TwinCam GT-i,
tekst að laum´onum inn í herbergi.
Mér dugar fleygur af Finlandia
finnst hann betri en Stolichnaya.
Gamla settið er með vesen, því er verr,
það veit af pokanum úr Á.T.V.R.
Ég verð að finna undir rifjunum ráð.
Reyna hvort má væla út náð.
Í stofunni er hækkað í steríógræjum,
stelpa dregur mig út á gólf.
Það er fáheyrður galsi á gúanópæjum,
gestkvæmt mjög á Holtastíg 12.
Halir og sprundir í glimrandi gír,
Geislavirkum smeygt undir nál.
Spariskórnir glansa,
eftirvænting í hverri sál.
Verð ég krafinn um nafnskírteinuð nú?
Neitað aðgangi - staðreyndin er sú
að skilríkis myndi ég aldrei vera án
ef ég væri orðinn sextán.
Það er dúndrandi stemning hjá Dúa í kvöld,
drífur einhver mig út á gólf.
Hér er fáheyrður glaumur og gleði við völd,
gengin langt er klukkan í tólf.
Halir og sprundir í glimrandi gír,
gítarhljómur sleginn með stæl.
Spariskórnir glansa.
Allt frá tánni aftur á hæl.
Tek eftir þér og þú beinir þessum blágrænu augum
beint í augun á mér og við það fer ég á taugum.
Stend líkt og álfur í einskismannslandi,
álkulegur stari ég á
þig sem ert drottning í óhemju djörfum
dansi er mér er ætlað að sjá.
Ég lauma að þér miða eins og Módelið gerði
og merki með x-i til þín.
Spariskórnir glansa,
fingurkoss þú sendir til mín.
Rímið í fyrsta versi er náttúrulega lögreglumál.
SvaraEyðaKv,
Orri.
Nei, ég vildi einmitt óska þess að ég hefði hugmyndaflug til að hafa einmitt svona „rím" alls staðar.
SvaraEyðaalgerlega á sama máli og Karl hvað rímið varðar, svona á þetta að vera allstaðar.
SvaraEyðaHafið það sem allra best piltar og farið varlega í Norðrinu
Bestu kveðjur
Halli
Skemtilegur texti ..svolítið í anda Megasar þar sem hann orti um Jóa ..og var aldrei gefið út sem lag,,heirðiEinar Kára flitja það kvæði í einhverju samkvæmi fyrir fjölda ára,,Ekki ónítt að líkjast við það skáld Megas..Er til lag við þennan texta hjá þér og er hægt að hlusta á það á tölvuformi..Kveðjur frá Hollandi
SvaraEyðaBjarni Ketils