
Hér á Akureyri er svona dreifirit með auglýsingum og sjónvarpsdagskránni sem nýtur mikilla vinsælda meðal bæjarbúa. Fólk bíður spennt eftir að Dagskráin komi út á miðvikudögum til að sjá nýjustu tilboðin og hvað um er að vera vikuna á eftir útgáfu pésans. Í nýjasta tölublaðinu er Leikhúsbandið auglýst. Það eru Halli og Gói sem skemmta næstkomandi laugardagskvöld á Græna hattinum með lögin úr leikhúsinu. Þetta er víst prógram sem þeir voru með þegar þeir störfuðu báðir hérna í LA í fyrravetur.

Þessir tveir voru frábærir í „Fólkið í blokkinni“ (sem allir ættu að sjá), sérstaklega var Hallgrímur góður í hlutverki þroskahefts drengs.
SvaraEyðaMamma þín (sem fór í leikhús)
Ekki þó Hallgrímur og Gunnlaugur?
SvaraEyðaNei, Hallgrímur og Guðjón.
SvaraEyðaÞú verður að fara á Græna hattinn með Grétu og sjá þá spila, ég hef bara sjaldan skemmt mér eins vel og þegar ég fór að hlusta á Leikhúsbandið á Vopnafirði í fyrra. Frábær skemmtun.
Ég er að fara að spila á balli með Bleki og byttum fyrir sunnan.
SvaraEyðagaman að fá aftur svolitlar fréttir hérna, "raddir fólksins"
SvaraEyðaNý getraun:
SvaraEyðaaðilinn er ekki neinn sem þið þekkið
aðilinn er einn metri og rúmlega það á hæð
aðilinn er hvorki feitur eða mjór
sðilinn er hrekjóttur eða stríðinn ef svo ber undir
(er reyndar alltaf ber undir sínum fötum)
hann er með grænleit augu
HVER er aðilinn???
Aðillinn