mánudagur, janúar 26

Leikið fyrir dansi

Blek og byttur gerðu góða ferð í Kjósina á laugardaginn. Þar var virkilega góð stemning og hljómsveitin í fínu formi.

Við byrjuðum, strax þegar fólk gekk í salinn, á að spila lúðrasveitarslagarana. Þá spilaði Keli á horn, Ölli á klarinett, , Hemmi á básúnu, Hilmar lék túbupartinn á bassa og ég sló taktinn á settið. Jói trompet var að spila á öðru þorrablóti og kom ekki fyrr en rétt fyrir ballið, svo við höfðum annan mann í hans stað í þetta skiptið. Við höfum nokkrum sinnum áður gert þetta. Þetta er frábær leið til að bjóða fólk velkomið til fagnaðarins og skapar auk þess vinsamlega tengingu við samkomugesti. Hemmi, Hilmar og Ölli sáu um að spila undir fjöldasönginn og stýra honum. Þvílíkar undirtektir hefur maður sjaldan heyrt. Þetta er alveg magnað lið þarna í Kjósinni. Þarna voru skemmtiatriði sem mikil vinna hafði verið lögð í, m.a. tuttugu mínútna langur annáll í formi sjónvarpsþáttar. Svo var troðfullt dansgólfið fram eftir nóttu. Þetta var vel heppnað ball hjá Blekinu.

Um næstu helgi verður svo spilað fyrir íbúa Mosfellsdals á blóti í Hlégarði.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus1:23 e.h.

    Á næstu helgi ;)
    mamma

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:08 e.h.

    Það er líklegt að mamma sé vestfirsk!

    Fjölskyldan mín á Patró gerði hitt og þetta á helginni og keyrðu "honum Jóa" út og suður.

    Við sunnlendingar segjum um helgina og keyrðum hann Jóa út og suður.

    Með hlýjum kveðjum úr Tungunum.
    Aðalheiður

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus7:45 e.h.

    Mamma er vestfirsk en með austfirsku ívafi og segir því alveg eins um helgina en alltaf gaman að ota svona málvenjum að öðrum landsmönnum ;)

    SvaraEyða