miðvikudagur, júlí 30

Sprengjuhöllin og hljóðmenn Kastljóssins

Neyðarlegt hjá hljóðmönnum sjónvarpsins að gleyma að tengja hljómsveitina Sprengjuhöllina við græjurnar og það var frekar óspennandi að hlusta á samleik söngvarans og rafgítaristans. Lagið gengur ekki upp þegar ekkert heyrist nema þetta tvennt. Það getur þó alla vega verið spennandi að hlusta á Bítlana í einum hátalara. En hér vantar meira! Ég heyrði þetta lag reyndar fyrr í kvöld hérna hjá Dr. Gunna. Mér líkar ekkert sérstakelga vel við þetta. Platan var ágæt og stöffið sem leikið var í útvarpi úr leikritinu sem þeir gerðu tónlistina við fannst mér virkilega vel hepnað. En ég næ þessu ekki. Sorrí. En viðtalið á undan er steikt, Svakalega getur hann bullað þessi Atli. Og það ófullur.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus10:18 e.h.

    Sumir geta bullað ófullir og komist vel frá því.
    En hlakka til að fá ykkur í heimsókn -Á- helginni og þó sér í lagi þann þýska !!

    SvaraEyða