Annað hvort hefur dregið úr því að Bolvíkingar fletti upp á þessum vef mínum eða þeir sem lesi séu eins hógfærir og Atli bróðir og pabbi og gefi ekkert uppi. Ég held að það eigi að vera hægt að lesa rétt svar út úr þessum vísbendingum sem komnar eru. En ég bæti samt aðeins í.
HANN fæst við stjórnun í starfi sínu. En það er sama starf og móðurafi hans gengdi heima í Víkinni og raunar tengdafaðir hans einnig. HÚN starfar við verslun á mjög sérhæfðu sviði. Ég hef áður nefnt að Halli Pé er frændi hennar. Ef ég man rétt fékkst hún eitthvað við að gæta tveggja systra sem bjuggu í kjallaranum á Holtastíg 11 eftir að Halli vinur minn og fjölskylda hans flutti þaðan. Ég held ég hljóti að muna þetta rétt, því þær sáust varla sætari barnapíurnar á Holtunum.
Mikið var þetta erfið fæðing en þetta er auðvitað Svala Jóns Eggerts.
SvaraEyðaJá auðvitað! Og svo náttúrulega Biggi hennar Hreins.
SvaraEyðaMikið var!
Ég les þessa síðu daglega Kalli minn og reyni alltaf að fatta hver Víkarinn er en verð að viðurkenna að ég er ekki góð í að fatta þetta. Ætla samt að reyna áfram :)
SvaraEyðaKveðja af nr.10,
Anna Svandís
Ég les líka síðuna á hverjum degi, en er ekki nógu of góð í þessum leik þar sem þetta eru oft einhverjir sem ég þekki ekki neitt.
SvaraEyðaBestu kveðjur í bæinn.
Búinn að fá þetta á hreint. Við erum þremeningar ég og þessi Biggi. Hef aldrei hitt hann að ég held og veit í rauninni ekkert um hann. En þú vissir væntanlega hvernig við værum skyldir
SvaraEyðakv
Hannibal