sunnudagur, maí 18

Vestlendingar á Suðurlandi

Ég sé í sunnlenskum hérðasfréttablöðum að tvö skólasystkini mín úr Fjölbraut á Akranesi eru orðin embættismenn sveitarfélagsins Árborgar. Kata Georgs er umhverfis-eitthvað og Borgar Axelsson (sem ég held að hljóti að vera sá Borgar sem hékk meðal Borgnesinganna undir stiganum) er starfsmannastjóri eða eitthvað slíkt.

Ég hef ekki hitt þau enn. En ég hef annað slagið rekist á Helenu litlu systur Leifs gítarleikara Óskarssonar. Hún býr á Selfossi, en ég held hún vinni í Reykjavík.

1 ummæli:

  1. Já mikið rétt. Þú ert með rétta fólkið... Kveðja Kata georgs ;-)

    SvaraEyða