Spáin er ekki byggð á neinu nema þefskyninu.
Ég hef ekki séð leik í deildinni í nokkur ár utan einhverja þrjá eða fjóra í sjónvarpinu í fyrra. Ég les fréttirnar á Fotbolti.net og held með ÍA. Svona er spáin mín í ár.
Keflavík fer í úrslit í bikarnum.
Bjarni Guðjónsson í ÍA verður valinn besti leikmaður mótsins.
Hörður Sveinsson í Keflavík skorar flest mörkin.
Guðjón Baldvinsson í KR verður valinn efnilegastur.
Jón Vilhelm Ákason í ÍA á eftir að spila sig inn í a-landsliðið á þessu ári.
Ingvi Sveinsson í Þrótti nær ekki að skora í ár.
Hjörtur Hjartarson í Þrótti lætur verja frá sér vítaspyrnu í 1. umferð.
Guðjón Þórðarson í ÍA verður dæmdur í leikbann síðsumars.
Þjálfari Fram verður rekinn á tímabilinu.
KR mun finna taktinn og tapar ekki leik í júlí og ágúst.
1. KR
2. VALUR
3. FH
4. ÍA
5. FYLKIR
6. KEFLAV
7. ÞRÓTTUR
8. BREI
9. FJÖLNIR
10. GRIND
11. FRAM
12. HK
Ég held að Valur taki þetta í sumar, KR, ÍA og FH verða í 2-4 sæti.
SvaraEyðaÉg hef líka ekki farið á leik lengi og séð örfáa leiki í sjónvarpinu. Byggi mína spá á því sem að ég hef lesið í blöðunum.