miðvikudagur, maí 14

Að semja sjálfur

Einhverjar bestu línur úr texta sem saminn er um leið og hann er sunginn heyrði ég rétt í þessu. Það var 5 ára dóttir mín sem söng hástöfum:

Ég skal bjóða þéééééér í hjarta mitt
svo ég geti dreeeeeeeheepið þig.

Þetta er jafnvel enn betra en það sem Davíð Þór söng í bílnum hjá mér um daginn:

Ögmundur Jónasson
ber á sig body lotion.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus11:29 f.h.

    Mikill spekingur er barnið Perla María. Gott væri að fara með ljóðstubbinn öðru hverju fyrir hana, vel fram yfir unglingsárin.
    Ekki er þó að búast við að hún taki of mikið mark á honum - alltaf. En reynið samt og verið fylgin ykkur í frómum málstað.
    H.Ág.

    SvaraEyða