miðvikudagur, apríl 30

Hver er Víkarinn?

Ég var að koma heim frá því að spila fyrir hóp fólks úr Reykjavík sem brá sér í starfsmannaferð hingað á Suðurlandið. Ég kannaðist ekki við neinn úr hópnum. Það er nú ekki oft sem það kemur fyrir. En viti menn, kemur þá ekki annar svona starfsmannahópur í salinn og þar kannaðist ég við tvo karla og annar þeirra er Bolvíkingur.

Fyrsta vísbending snýr að því hver mín fyrstu kynni voru af honum. Þá var hann ein af fyrirmyndum okkar litlu strákanna sem stunduðum fótbolta í Víkinni. Hann var hafsent í liði UMFB. Og hann hafði eitt ákveðið hlutverk í liðinu sem miklu seinna kom í minn hlut (þá sjaldan ég fékk að spila!). Það sést aðeins í hann á einni myndinni sem birtist á forsíðu vefsíðunnar Víkari.is. Hann kemur oft vestur.

Hver er Víkarinn?

4 ummæli:

  1. Nafnlaus12:17 f.h.

    Sæll gamli, Kristján frændi minn Jónsson kvittaði hérna undir með mínu nafni um daginn og giskaði á einhverja vitleysu. Þetta tel ég vera Palla Sæu ekki rétt.
    Kv Halli Pé

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:22 f.h.

    Eitt ákveðið hlutverk í liðinu. Ertu þá að tala um innköstin?

    SvaraEyða
  3. Ja, ég er alla vega ekki að tala um bekkjarsetuna!

    SvaraEyða
  4. Ekki Palli Sæju.

    SvaraEyða