fimmtudagur, október 11

Trompetleikur


Í Andrarímum á Rás 1 síðastliðið sunnudagskvöld var Guðmundur Andri að fjalla um Karlakórinn Vísi á Siglufirði, hljómsveitina Gauta sem lék undir hjá þeim á plötunni sem þeir sendu frá sér, og þennan austurríska snilling sem stjórnaði þeim á 7. áratugnum. Hét hann ekki Geirharður Valtýsson? Það er alltaf svo gaman þegar svona séni, eins og hann hefur bersýnilega verið, láta til sín taka í smáu samfélagi.

Hljómplatan sem kórinn gerði á sínum tíma var endurútgefinn á geisladiski 2004. Sá diskur er til hjá vini mínum og hljómsveitarfélaga í Bleki og byttum. Við félagarnir hlustum ævinlega á þennan disk þegar við komum saman til að gera okkur glaðan dag og njótum stórkostlegs trompetsleiks og skemmtilegra útsetninga sem í blöndu við rammíslenskar karlaraddir frá Siglufirði gera sig með eindæmum vel. Ég þarf að eignast þennan disk. Þvílíkur trompetleikari! Lúðrablásarnir í hópi okkar hljómsveitarfélaganna hrista bara hausinn af öfund yfir snilldinni að norðan.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus9:39 f.h.

    Ótrúlegt að við séum skyld :)Trompetleikur er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér. Hef verið að hlusta á Mozart, Grieg, Bach og fleiri undanfarið með Andreu, það eru snillingar!! Finnst sérstaklega flott þegar það er þverflautu undirleikur.

    SvaraEyða