laugardagur, október 13

Popptónleikar í Austurbæ

Við Hákon brugðum okkur til Reykjavíkur með feðgum sem við þekkjum vel, Hilmari og Gabríeli Daða, á tónleika með Sprengjuhöllinni. Þetta var ágætis skemmtun. Músíkin stóð alla vega fyrir sínu. Laglegur og fjörugur flutningur hjá hljómsveitinni.

Það var gaman fyrir Hákon sem er á tíunda ári að fara á popptónleika með vinsælli hljómsveit í Austurbæ. Það voru bæði strengjasveit og lúðrasveit með Sprengjuhöllinni á sviðinu og það gerði sig vel. Þetta var gaman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli