Söngvarinn og hljóðfæraleikarinn sem um er spurt hefur sagt í útvarpsviðtali að tónlist sé tvímælalaust það listform sem hann hafi mest yndi af. Engu að síður hefur hann lengstum haft atvinnu af annarri listgrein. Þar hefur hann notið umtalsverðrar velgengni um langt árabil.
Sumarið 1991 spilaði ég stöku sinnum á Vagninum á Flateyri, þeim rómaða stað. Þar var þessi listamaður eitt sinn ásamt hópi samverkamanna, en þetta sumar voru þeir að vinna að listaverki víðsvegar um Vestfirði. Ég man að hann dansaði ekki upp á borðum (eins og margir gerðum jafnan á Vagninum) heldur stóð til hliðar við mesta fjörið, með rauðan vökva í glasi sem hann saup stöku sinnum úr og fylgdist með.
Hver er maðurinn?
Ætla menn ekki að giska?
SvaraEyðaHvað með ykkur tónlistarmennina sem eruð að þvælast hér? Heiðrún, Hemmi hressi, Biggi Olgeirs og Orri. Og Hávarður og Elmar, margfaldir sigurverarar. Eruði alveg lost?
Ég er búin að liggja í miklum rannsóknum og eftir þær þá tippa ég á Jóhann G. Jóhannsson.
SvaraEyðakv.
HMS
Neibb
SvaraEyða