Þetta kvæði er eftir Snorra Sturluson frá Súganda. En karl faðir minn lét þess ekki getið í hvaða bragarhætti þetta er ort. Skammast mín fyrir að viðurkenna það að kennarinn veit það ekki! Sé þó stuðla og höfuðstafi:P
Ég tók þessa vísu einmitt af síðunni hjá pabba þínum. En þú átt að sjá fleira í þessari vísu en stuðla og höfðustafi. Þetta er mjög algengt form hjá góðum hagyrðungum og hér er því vel beitt.
Það gengur ekki alveg upp að lesa þessa vísu afturábak. Það heita sléttubönd. En þessi vísa hefur meira en endarímið, hún hefur líka innrím sem gengur í gegnum alla vísuna. Og það heitir einmitt hringhenda.
Sléttuböndin eru sniðug. Því ekki aðeins er hægt að lesa þau afturábak og vísan gengur fullkomlega upp hvað varðar rím og ljóðstafi, heldur verður merking hennar alveg öfug þegar hún er lesin þannig. Það er fræg vísan um dómara sem er svo mildur og réttlátur í öllum dómum og fellir þá aðeins að vel ígrunduðu máli, en þegar vísan er lesin afturábak er hann strangur, óréttlátur og fljótfær.
Ég man því miður ekki þessa vísu. Gerir það einhver lesendanna?
Ég lærði nú einhverju sinni bragfræði og datt í hug að þetta væri hringhenda, þekki sléttubönd þannig að ég sá að þetta var ekki það, ætla að spyrja ömmu Gunnu um þessa vísu, hún man hana kannski.
Þetta kvæði er eftir Snorra Sturluson frá Súganda.
SvaraEyðaEn karl faðir minn lét þess ekki getið í hvaða bragarhætti þetta er ort. Skammast mín fyrir að viðurkenna það að kennarinn veit það ekki!
Sé þó stuðla og höfuðstafi:P
Ég tók þessa vísu einmitt af síðunni hjá pabba þínum. En þú átt að sjá fleira í þessari vísu en stuðla og höfðustafi. Þetta er mjög algengt form hjá góðum hagyrðungum og hér er því vel beitt.
SvaraEyðaKoma svo. Hvað kallast svona vísa?
SvaraEyðaMan nú ekki alveg hvað þessi bragarháttur heitir en það er líka hægt að lesa vísuna afturábak, gæti það verið hringhenda??
SvaraEyðaÞað gengur ekki alveg upp að lesa þessa vísu afturábak. Það heita sléttubönd. En þessi vísa hefur meira en endarímið, hún hefur líka innrím sem gengur í gegnum alla vísuna. Og það heitir einmitt hringhenda.
SvaraEyðaSléttuböndin eru sniðug. Því ekki aðeins er hægt að lesa þau afturábak og vísan gengur fullkomlega upp hvað varðar rím og ljóðstafi, heldur verður merking hennar alveg öfug þegar hún er lesin þannig. Það er fræg vísan um dómara sem er svo mildur og réttlátur í öllum dómum og fellir þá aðeins að vel ígrunduðu máli, en þegar vísan er lesin afturábak er hann strangur, óréttlátur og fljótfær.
Ég man því miður ekki þessa vísu. Gerir það einhver lesendanna?
Ég lærði nú einhverju sinni bragfræði og datt í hug að þetta væri hringhenda, þekki sléttubönd þannig að ég sá að þetta var ekki það, ætla að spyrja ömmu Gunnu um þessa vísu, hún man hana kannski.
SvaraEyðaGrundar dóma, hvergi hann
SvaraEyðahallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
illu pretta táli.
Þessa kunni ég í „den“, líklega aftarlega í minninu ;)
SvaraEyða