þriðjudagur, júní 26

Sléttubönd

Fyrst þakka ég skagakonunni sem sendi mér þessi sléttubönd í athugasemdadálkinn.

skagakona said...

Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
illu pretta táli


Þessi vísa er fullkomin.

Amma Gunna kann önnur sléttubönd sem mamma sendi mér í tölvupósti í gær. Þau eru eftir Svein Halldórsson sem, eftir því sem ég best veit, var skólastjóri heima í Víkinni í gamla daga. Vísan hans er svona:

Mögur kerling, lotin, ljót
lífsins sleppti taki.
Fögur, hnellin, snotur snót,
snéri niður baki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli