þriðjudagur, desember 19

Kvikmynd

Ég fékk svona ADSL sjónvarpstengingu fyrir skömmu. Núna hef ég stillt á DR1 og heyri auglýsta dagskrá morgundagsins. Þeir sem hafa aðgang að DR2 ættu að tékka á myndinni sem verður þar á dagskrá klukkan 20 að dönskum tíma. Einni albestu kvikmynd sem ég hef séð í langan tíma. Það er sænska stórmyndin Saa som i himmelen. Hún er full af Biblíuvísunum og er þar fyrir utan ofboðslega vel unnin. Meiriháttar persónusköpun þar á ferðinni og flott saga. Stórvirki.

Vonandi verður hún sýnd í íslensku sjónvarpi sem allra fyrst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli