þriðjudagur, desember 19

Af nýjum plötum

Nýja platan með Spöðunum er skemmtileg. Ég hef sérstaklega gaman af því hversu stórt hlutverk fiðlan leikur í þetta skiptið. Það var kominn tími á að Guðmundur fengi að láta ljós sitt skína. Lagið Hjásof er æsing sönn er brilljant. Ekki aðeins orðanna hljóðan minnir á The house of the rising sun, heldur er takturinn líka svipaður og orgelið hefur einhvern blæ einfaldleika og tímaleysis sem minnir á þetta gamla klassíska þjóðlag að westan.

Ég er ekki búinn að hlusta á Hjörleif og félaga á Bardúkkudiskinum, en ég er búinn að fá hann. Þeir skemmtu okkur kórafólkinu á laugadagskvöldið. Voru hreint út sagt stórkostlegir. Ég hlakka til að hlusta á diskinn þeirra.

Svo fékk ég líka jólaplötu Hljómskálakvintettsins um helgina. Hann er mjög hátíðlegur og flottur.

Ég hef sjálfur verið með á fjórum plötum þetta árið.

Nýlega fékk ég svo upptöku af Brynjólfsmessu. Þar syng ég sjálfur í kórnum. Messan hljómar vel, flottur hljómur og vel staðið að allri hljóðvinnunni. Georg og Kiddi á RÚV sáu um þá vinnslu ásamt tónskáldinu. Flott vinna hjá þeim.

Í haust kom út diskur með Kammerkór Suðurlands (þar fékk ég að syngja með í 5 lögum). Það er svolítið skemmtilegur diskur. Hressileg tónlist.

Þá má fá hjá mér Kammerpoppið sem við Hilmar Örn gerðum með krökkunum í sveitinni.

Eitt lag af Kammerpoppinu okkar er á plötunni Pældu í því sem pælandi er í, þar sem Megas er heiðraður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli