laugardagur, nóvember 4

Stand-up comedy í sveitinni

Við hérna í sveitinni eigum litla menningarmiðstöð sem stendur fyrir uppákomum á veturna með reglulegu millibili. Þessi miðstöð hefur aðsetur sitt á veitingastaðnum Kaffi Kletti hérna í Reykholti. Í gær var sérstaklega sveitó viðburður. Bjarni Harðarson, frá Lyngási í Laugarási, var með uppistand. Hann sagði sögur af sjálfum sér. Meginþemað í máli hans var óþekkt hans sjálfs. Á milli frásagna Bjarna söng einn Kjóastaðabræðra, Egill Jónasson í Holtakotum, alkunn kvæði.

Þetta var hin besta skemmtan. Það var fullt hús af gestum og stemningin ágæt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli