Við höfum verið fyrir vestan. Anna Svandís var að gifta sig. Við vorum þar. Krakkarnir hafa gert eitt og annað hér vestra. Í gær var farið í Raggagarð í Súðavík. Hákon og Gabríel (sem kom með okkur) fóru að veiða í Vatninu, þeir hafa farið mikið í sund og svo fórum við rennblauta fjöruferð í Skálavík.
Víkin mín er alltaf flott. Ég fór í göngutúr eina nóttina, bara einn. Það var alveg frábært. Þá er svo kyrrt og hljótt og ég verð einhvernveginn sjálfur þessi bær og hann verður ég.
Skilaðu nú kveðju til Önnu Svandísar frá mér. Óskaðu henni til hamingju með brúðkaupið. Hólskirkjan er frábær kirkja til að gifta sig í.
SvaraEyða