föstudagur, júní 16

Skúrir

Gróðraskúrir

Það gengur á með gróðraskúrum í Tungunum og hefur gert um allnokkra hríð. Sennilega í um vikutíma. Allt er orðið grænt og fallegt svo langt sem augað eygir. Það eygir reyndar ekkert sérstaklega langt í þessari muggu. Ef ég er sannur Tungnamaður verð ég að halda því fram að í Laugardalnum og austur í Hreppi sé ekki orðið nærri eins grænt og þar sé alltaf verra veður en hér. Svo ég tali nú ekki um Grímsnesið. Uss, bara!


Aðrar skúrir

Heima í Bolungavík standa bílskúrar eins og gengur og gerist víða. En það sem er merkilegt er að sumt gamla fólkið hefur orðið skúr í kvenkyni. „Ertu að mála skúrina gæskurinn?", gæti ég hafa heyrt einhvern segja segja.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus6:41 e.h.

    Er það ekki bara notað um beitningarskúranna?

    SvaraEyða