þriðjudagur, mars 8

6:15

Klukkan er 6:15. Ég og Hringur sitjum við eldhúsborðið og erum að borða Cheerios. Hann er bara búinn að sofa!

Mánudagskvöld eru sjónvarpskvöld hjá mér. Þá er ég vanur að glápa á tvo þætti á RÚV. Lögreglustjórann, sem er svona rómantískur lögguþáttur um lögreglustjóranna í Wasington DC og starsflið hans. Hann er voðalega góður kall með sérstakt innsæi. Já, ég hef gaman af þessu. Svo er það Eldlínan. Það er ágæt skemmtun.

Í gærkvöldi brá hins vegar svo við að ég missti af Eldlínunni - ég svaf hana af mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli