mánudagur, maí 31

Söngvarinn

Við Perla María erum yfirleitt komin á fætur á undan öðrum í fjölskyldunni. Þá eigum við okkar bestu stundir. Hún er eins og pabbi hennar; er skemmtilegri á morgnana en á kvöldin. Nú syngur hún orðið svolítið. Það er mest eitt lag: Lagið Fiskurinn hennar Stínu eftir Jóhann G. Jóhannsson. Þið getið ímyndað ykkur taktana:

Fiskinn miiiiiiinn...
nammi nammi namm
- hei - hei - hei!

Svo syngur hún með stefinu í útvarpi Latabæjar:

ÚTVARP LATIBÆR!

1 ummæli: