fimmtudagur, apríl 8

Enn af frændanum

Það má lesa á gestabókinni að Halldóra systir heldur að Baldur Smári sé skákfrændinn í götunni. Hann verður hrifinn af þessu. Hann hefur eflaust verið seigur í skákinni en getur varla hafa verið svo góður í skák þegar ég var 8 ára að ég hafi litið upp til hans og ákveðið að prófa að mæta á skákæfingar. Þá var hann 5 ára!

Halldór Grétar var sá sem menn horfðu til í skákdeildinni. Hann var sko góður!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli