miðvikudagur, júní 23

Hver er Víkarinn?

Hitti hjón á tjaldstæði í fyrrakvöld. Þau voru bara hress. Manni finnst þau vera rótgrónir Bolvíkingar en þau eru í raun og veru aðflutt bæði tvö. Ég held endilega að annað þeirra sé frá Ísafirði og hitt sé Siglfirðingur en hefur örugglega flutt til Bolungavíkur frá Reykjavík eða Kópavogi, en það er meira en hálf öld síðan. Annað þeirra er skylt mér, sameiginlegir forfeður okkar hétu Jón og Silfá og fæddust þau 1774 og 1776. Þetta er ekki sérstaklega mikill skyldleiki. Jón og Silfá bjuggu á Sútarabúðum í Grunnavíkursókn 1801. Hvar ætli þær séu?

Annað þeirra hjóna á fyrir systurdóttur bekkjarsystur mína og æskuvinkonu. Þau eiga börn af báðum kynjum og hafa unnið á sama vinnustað. Annað þeirra var kennari minn fyrir 20 árum og kennari Grétu minnar árið á eftir.

1 ummæli:

  1. Nafnlaus10:29 e.h.

    Sútarabúðir eru í Grunnavík en ég er engu nær um þessi hjón en Jón og Silfá kannast ég við, hún var fædd á Miðdal eða Hanhóli, hvað hún var að flæjast yfir Djúp á þessum árum veit ég ekki enda ekki í minni fjölskyldu ;o) Stína Halldórs

    SvaraEyða