fimmtudagur, júní 24

Hver er Víkarinn? (Önnur vísbending)

Sko þessi hjón eru nálægt foreldrum mínum í aldri, pínulítið eldri. Þau eiga dóttur sem er 6 árum eldri en ég og ég hef spurt um undir þessum lið hér á síðunni fyrir nokkuð löngu síðan og strák sem er örlítið yngri en ég og ég spurði líka um fyrir skömmu. Svo eiga þau dóttur sem er næstum því jafnaldra mín. Hana umgekkst ég svona svolítið þegar ég var unglingur, hún var góð vinkona tveggja stelpna sem ég starfaði með í stjórn Nemendafélags grunnskólans og í Leikfélagi Bolungavíkur. Hún tengist hlátri á afar sérstakan hátt.

Hjón þessi óku lengi Toyota bifreiðum en ég er ekki viss um að þau geri það enn. Þau hafa staðið í eigin atvinnurekstri en eru sjálfsagt alveg hætt því núna.

Hver er þau?

8 ummæli:

  1. Nafnlaus11:19 e.h.

    Já, já, nú kveiki ég! Bíð samt róleg.
    mamma þín.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:35 f.h.

    Ef þetta er sú kona sem ég held, þá er hún jafnmikið skyld mér og pabba þínum eða í gegnum Jón Marteinsson og Guðrúnu Jónsdóttur sem fluttu úr V-Skaft í Hornafjörð og þar hefur þú smá ættfræðiupplýsingar!
    mamma

    SvaraEyða
  3. Nú jæja, En annars er Ragna Magnúsar búin að ráða gátunu í gegnum Facebook.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus1:04 f.h.

    eru þetta Oddný og Gunnar Halls

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus1:05 f.h.

    Eru þetta Oddný og Gunnar Halls

    SvaraEyða
  6. Jú, þetta eru Oddný og Gunnar Halls.
    Hver svarar rétt?

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus5:54 e.h.

    Nágrani þinn RS

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus8:38 e.h.

    Heyrði í Ráðhildi í morgun á Bylgjunni, stóð sig vel eins og við var að búast. Þeir Simmi og Jói náðu henni ekki í bólinu!!
    Stína Halld.

    SvaraEyða