föstudagur, mars 26

Hver er Víkarinn?

Víkarinn sem ég hitti í Rúmfatalagernum á Glerártorgi í dag var kjörinn formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði meðan ég var þar við nám. Hann hafði þá áður lokið námi í iðn sem hann starfaði svo eitthvað aðeins við, en hefur svo valið sér annan vettvang til að starfa á. Hann var mikill íþróttakappi á yngri árum og hefur alla tíð tileinkað sér heilbrigðan lífstíl. Hann keppti fyrir UMFB í fleiri en einni íþróttagrein og náði afbragðs árangri í einni þeirra, bæði fyrir UMFB og líka fyrir hafnfirskt íþróttafélag.

Hver er Víkarinn?

3 ummæli:

  1. gat ekki commentað á tilraunarvefnu, kannski ágætt þar sem ég er búinn að vinna þetta svo oft. En þetta er örugglega Margrét Halldórsdóttir íþrótta og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar

    Undir þetta ritaði Kristján Þór tvíburi, bolvískasti Hnífsdælingurinn á Ísafirði.

    Rétta svarið náttúrulega.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:01 e.h.

    Já, Kristján Kristjáns sendi mér bara póst því hann átti í einhverju basli með athugasemdakefið.

    Margrét Halldórs lærði hárgreiðslu. Svo kom hún vestur og varð formaður Nemendafélagsins, settist í bekk með Kristjáni Ágústi og þeim sem voru tveimur árum á undan mér í skólanum, minnir mig, og varð stúdent frá MÍ. Hún keppti um tíma fyrir SH í sundi, vona ég að ég muni rétt.

    Kv.
    Kalli

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:38 f.h.

    Þetta vissu Bolvíkingarnir Stína Halldórs og Halli Kristjáns!

    SvaraEyða