föstudagur, mars 5

Hver er Víkarinn?

Ég skrapp til Reykjavíkur í vikunni. Í flugvélinni sat ég við hliðina á Bolvíkingi. Við töluðum um Bolvíkinga og Skálvíkinga. M.a. um konu sem við þekkjum báðir og hefur gríðargott minni.

Hann býr ekki í Bolungavík og hefur ekki gert frá því hann var unglingur. En hann kemur þangað stöku sinnum, bæði vegna starfs síns og eins í einkaerindum. Hann á einhvern svolítinn frændgarð í Víkinni. Ég gæfi of mikið uppi ef ég færi í að telja upp þá sem næst honum standa í Víkinni, en örlítið lengra frá honum er m.a. að finna einn bæjarfulltrúanna.

Hver er Víkarinn?

4 ummæli:

  1. Já, þetta er fín ágiskun. Takk fyrir að taka þátt Höddi. En þetta er samt ekki rétt.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:56 e.h.

    er þetta Ingi Hauhs??

    SvaraEyða
  3. Nei, ekki Ingi Hauks.

    SvaraEyða